RFV - Hausmynd

RFV

Færsluflokkur: Ferðalög

Bestu sætin

Við hliðina á styttu í parís hefur einn maður komið sér fyrir í bestu sætunum.


Leiðigarðurinn

Eftir París fór ég til Potiers.  Það var mikil tilhlökkun hjá nokkrum okkar því rétt hjá hótelinu var Futuroscope.  Skemmtigarður framtíðarinnar.

Ég var virkilega spenntur yfir að komast í allar hringekjurnar, rússíbanana og öll þau stórkostlegu tæki sem framtíðin mun færa okkur.

Þegar inn var komið sáum við fullt af húsum sem sýndu hvernig framtíðin mun líta út og líka hvernig menn héldu að framtíðin myndi lýta út árið 1960.

En hvar voru hringekjurnar og hvar voru rússíbanarnir. 

Fljótlega komumst við að því að í framtíðinni verða skemmtigarðar lausir við öll þessi hræðilegu tæki sem gera lítið annað en að hræða fólk.

Í skemmtigarði framtíðarinnar er meðal annars boðið upp á hátæknivæddar IMax kvikmyndasýningar í þrívídd og kvikmyndasýning þar sem tjaldið er allt í kringum þig.

Ekki má gleyma rússíbanaherminum.  Að geta setið í stól sem hristist fyrir framan skjá sem sýnir hvert þú ert að fara án þess að fara nokkuð.  Er hægt að fara fram á meira?  Mér dettur ekkert betra í hug nema þá alvöru rússíbana.

Allt voru þetta stórkostleg tæki.  Það flottasta sem tæknin hafði upp á að bjóða og húsin sem hýstu tækin voru listaverk.  Fyrir augað var þetta einhver besti skemmtigarður sem ég hef farið í. 

En fyrir þá sem vilja hraða og spennu í tækjunum þá var þetta ekki skemmtigarður.  Leiðigarður er kanski betra nafn.


Hér má sjá hvernig flugvél framtíðarinnar lítur úr.

Fleiri myndir frá Futuroscope.


París

Fyrir nokkrum árum las ég frétt um að það gæti gerst að ferðamenn sem yrðu fyrir of miklum vonbrigðum með staðinn sem þeir ferðast til gætu orðið varanlega skaðaðir af reynslunni.

Sérstaklega var þetta algengt með Japani sem fóru til Parísar.

Þessa frétt las ég rétt áður en ég fór til Parísar.

Ég kunni ágætlega við þá  innfæddu Parísarbúa sem ég hafði samskipti við.  Það eina var að mér var með öllu ómögulegt að skilja orð af því sem þeir sögðu.  Ég held að það hafi reyndar jafnast út því Frakkarnir skildu mig engan veigin.

Ég hafði stuttan tíma svo ég skoðaði það helsta.  Innganginn á Louvre safnið, Notredam kirkjuna, röðina í Eifel turninn og hægri bakka Signu.  Ég hafði takmarkaðan áhuga á að skoða vinstri bakkann því mér skilst að þar séu ekkert nema túristar með rauðvínsglös í leit að listamönnum. 

Á göngunni milli staðanna mátti sjá margt áhugavert.  Tjaldbúðir undir brú, gullslegnar styttur og lögregluþjóna á hestbaki.

 Á veitingastað ákvað ég að prufa heimsfræga franska matreiðslu og pantaði escargots sem á að vera frægur franskur réttur.  Þegar maturinn kom uppgötvaði ég að þetta voru sniglar.  Þetta er sjálfsagt eitthvað svona menningarlegt hjá þeim eins og með hákarlinn okkar.

Þrátt fyrir þetta allt saman þá slapp ég án varanlegs skaða.

Svo skiptir litlu máli hvar ég var.  Alltaf sá ég turninn

 Hér eru fleiri myndir frá París


Litla lambið

Þegar ferðast er um landið er alltaf fullt af lömbum meðfram veginum. 

Öll lömbin eru hvít

Þetta hefur mér alltaf þótt frekar einhæft.

Þegar við fórum eitt árið um vestfirði sáum við þessi mislitu lömb.

Hvít með svörtum skellum.

Í heimsókn hjá bóndanum hrósuðum við fallegu lömbunum hans.  Ekki þessi hvítu lömb eins og hjá öllum hinum bóndunum.

Bóndinn tók ekki undir með okkur. 

Bóndin bölvaði mikið hrútnum frá næsta bæ. 
Svarta hrútnum sem komst í fallegu hvítu kindurnar. 
Fallegu kindurnar sem var búið að rækta upp fallegan hvítan lit í. 
Kindur með hvíta ull sem hægt var að selja.

Svo komu þessi köflóttu lömb.

Nú þurfti að byrja upp á nýtt að losna við svörtu áhrifin.


Hvað þýðir Ölfus?

Íslensk staðarnöfn eru mörg þannig að ekki er hægt með góðu móti að átta sig á hvað þýða.

Eitt af þeim nöfnum er Ölfus.

Ég hef ekki fundið út hvað það þýðir í raun en ég ætla samt að segja frá kenningu sem hjómar vel en er hugsanlega ekki sú rétta.

Eitt sinn voru þrælar Ingólfs Arnarsonar þyrstir og báðu um eitthvað að drekka.  Ingólfur benti þeim á ánna sem þeir voru við og sagði að í henni rinni Öl.

Þrælarnir fengu sér sopa úr ánni en að sjálfsögðu var ekkert öl í henni.

Sagði þá einn þællinn "öl fuss".

Ölfusá
Ölfusá rétt við ósa sína

Frosið brim

Um helgina fór ég í fjöruna við ósa Ölfusár.

Litlir ísjakar renna úr Ölfusánni og slást við fjöruna og verða að litlum ísmolum sem dansa í briminu.
Fleiri myndir úr fjörunni


Göngum yfir brúnna

Á Þingvöllum er gömul brú yfir Öxará. 

Brúin hefur staðið þarna frá árinu 1911 og var endurbætt árið 1944 fyrir lýðveldishátíðina.

Búrin er í dag orðin gömul og þeytt.

Hún passar samt ótrúlega vel inn í umhverfið.

Nú stendur til að rífa gömlu brúnna og setja nýja brú í staðinn.

Nýja brúin er ein sú fallegasta sem ég hef séð.

Ég held samt að við ættum að leifa gömlu brúnni að standa og setja nýju brúnna einhversstaðar annarsstaðar.


Laxastiginn

Við hliðina á fossinum Faxa er laxastigi til að gera laxinum auðveldara að synda lengra upp með ánni.

Ég hef alltaf verið hrifin af þessum mannvirkjum.

Búa til marga litla fossa við hliðina á stóra fossinum til þess að laxinn geti farið lengra inn ánna.


Hvaða hringur er þetta?

Þegar ég fór með hóp af erlendum ferðamönnum að skoða Gullfoss og Geysi stoppaði ég við Faxa.  Foss sem er vel falinn á leiðinni að Geysi. 

Við hliðna á fossinum eru réttir.

Ein úr hópnum spurði mig hvaða hringur þetta væri.

Ég útskýrið samviskusamlega fyrir henni að kindunum væri smalað saman á hverju ári og farið með í réttir.  Kindurnar færu í miðja réttina og svo myndi hver bóndi taka sínar kindur í sitt hólf og fara svo með þær heim á bæinn. 

Eftir þessa lýsingu kinkaði hún kolli og spurði mig síðan af hverju við fengum okkur ekki fjárheld fjárhús eða fjárheldar girðingar í kringum fjárhúsin svo við þyrftum ekki að eyða tíma á hverju ári til að leita að þeim um fjöll og fyrnindi.


Gullhringurinn um vetur.

Ég fór með hóp af útlendingum um helgina að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

Sumir bíða alltaf til sumars með öll ferðalög.

Ég mæli hiklaust með því að fara Gullhringin um vetur.

Hér eru nokkrar myndir sem sýna fegurðina í frosti.

http://www.rfv.blog.is/album/GullfossGeysirogthingvellir/

Gullfoss
Gullfoss
Drekkingarhylur í Öxará
Þingvellir

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband