Færsluflokkur: Ferðalög
Föstudagur, 2. febrúar 2007
Af hverju leiðist manninum.
Í Edinborg er minnismerki um Sir Walter Scott. Lögfræðing, þjóðernissinna og skáld.
Átta árum eftir hans dag voru hafnar framkvæmdir á minnismerki fyrir hann. Þetta skyldi ekki vera einhver lítil stytta eða skjöldur. Þetta átti að vera turn. Stæðsta mynnismerki sem reist hefur verð fyrri skáld í öllum heiminum.
Á neðstu hæð minnismerkisins er stytta af manninum.
Ef vel er skoðað sést að honum virðist leiðast.
Hann situr og virðist hugsa um aðra staði viðsfjarri.
Hann einfaldlega langar ekki að sitja þarna.
Eftir að hafa klifið öll 277 þrepin upp á efstu hæðina. Gegnum þrönga hringstiga for ég að skylja ef hverju manninum leiðist svona svakalega.
Ef ég sæti á neðstu hæð í mínu eigin húsi sem hefði þetta sórkostlega útsýni á efstu hæðinni og kæmist aldrei upp.
Ég væri hundfúll og leiður líka
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Þetta eru víst framfarir
Í gegnum árin hafa ýmsar tískubylgjur gengið um heiminn.
Þetta á líka við um arkitekta.
Sjöundi áratugurinn var einn sá versti í sögunni. Þá fengu arkitektar margar slæmar hugmyndir. Sem dæmi má nefna ljóta húsið milli Apóteksins og Hótels Borgar, gamla Morgunnblaðshúsið í Aðalstræti og hugmyndin að rífa öll húsin í Þingholtinu og byggja fullt af blokkum í stíl við Hallveigarstíg 1 í staðin.
Skorskir arkitektar voru líka með háar hugmyndir. Í Edinborg er hægt að sjá dæmi um undarlegan hugsanahátt. Til stóð að losa borgina við öll þessi nítjándu aldar hús úr miðbænum og byggja stórglæsileg nýtísku hús.
Það átti ekki bara að byggja ný hús.
Heldur skal líka færa gangstéttir upp á hærra plan.
Upp á aðra hæð til að vera nákvæmur.
Arkitektarnir voru heppnir. Á nokkurra ára tímabili kveiknaði í nokkrum af gömlu húsunum svo þeir gátu teiknað ný hús í staðin.
Sem betur fer urðu þetta bara 3 hús sem voru byggð með gangstétt á annari hæð.
Í dag standa þessi hús milli gömlu glæsibygginganna og gangstéttinn virkar hálf asnaleg á annari hæð.
Til hvers að færa gangstéttina upp á aðra hæð?
Ekki spyrja mig, þetta heita víst framfarir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Löglegir hestar
Nú þegar allt miðast við að gera allt vistvænt og sjálfbært hefur lögreglan í London fundið bestu aðferðina til að koma lögreglumönnum sínum milli staða.
Ekki spillir fyrir að vissulega er miklu meiri stíll yfir þessum ferðamáta. Svo sjá þeir vel frá sér þar sem þeir sitja hærra en allir aðrir í kringum sig.
Ég held að Íslenska lögreglan ætti að athuga skipta út nokkrum bílum og fá sér hesta í staðin.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Hver er munurinn innfæddum Lundúnabúa og ferðamanni?
Á leiðinni heim frá Skotlandi stoppaði ég í nokkra klukkutíma á Heathrow flugvelli. Ég ákvað að stökkva upp í næstu lest og skreppa til London.
Fyrir mörgum árum kenndi pabbi mér að það er mjög auðvelt að rata í neðanjarðarlestunum í London. Hann benti mér á kort af kerfinu og það er mjög einfalt að rata eftir því.
Ári síðar fór ég sjálfur til London einn og óstuddur.
Þar stökk ég niður í lest horfði á þetta einfalda kort og kannaðist bara við nafn á einni brautarstöð. Piccadilly. Þegar þangað var komið hafði ég ekki hugmynd um hvert ég átti að fara næst og hvað væri spennandi að sjá.
Núna tæpum 20 árum síðar er ég kominn aftur og hef engu gleymt. Ég hef heldur ekki lært neitt meira um borgina í millitíðinni.
Í einfeldni minni trúði ég því að ef það væru tæpir 5 tímar í að vélin færi hefði ég nægan tíma til að fara til London skoða mig um, ná í lestina og hafa tíma til að skoða mig um í fríhöfininni á Heathrow.
Ég hafði rangt fyrir mér.
Það að skreppa með lest frá Heathrow til Piccadilly tekur lengri tíma en ég hélt. Ég náði á klukkutíma til Piccadilly. Þá hafði ég 45 mínútur til að skoða borgina.
Eins og fyrir 20 árum tók ég stefnulauta göngu með ferðatösku í eftirdragi og myndavél í hendinni. Ég var vart lagður af stað þegar sá fyrsti spurði mig til vegar. Ég svaraði samviskusamlega að ég hefði ekki grunsemd um hvar Oxfordstræti væri. Stuttu síðar var ég spurður hvar Piccadilly væri. Því gat ég svarað.
Síðar var ég spurður út í einhverja brautarstöð og eitthvert leikhús sem ég hafði ekki grunsemd um hvar væri. Af hverju menn töldu gæti vísað einhverjum leið í London er mér hulin ráðgáta.
Yfirleitt er maðurinn sem dregur ferðatöskuna, heldur á myndavélinni og horfir stöðugt í kringum sig rammviltur ferðamaður sem lítið gagn er af sem vegavísi í stórborginni.
Þó tókst mér að fynna eina staðinn sem ég ætlaði að sjá London eye. Risastórt parísarhjól við árbakka Theims. Ég miðað við stærð hjólsins þá sá ég framá að þetta væri a.m.k. dagsferð svo ég lét mér duga að skoða frá hinum bakkanum.
Þegar ég var búin að skoða undur stórborgarinnar sá ég fram á þægilega heimferð með neðanjarðarlestinni.
Leistarferðin til baka var skelfileg. Þetta leit allt vel út til að byrja með. Lestin brunaði áfram í átt að Heathrow og ég hafði rúman klukkutíma til að ná tveim tímum fyrir flug á flugvöllinn. Allt gekk mjög vel fyrsta hálftímann. Þegar við komum til Northfields dundi ógæfan yfir. Lestin fór ekki lengra. Á þessari brautarstöð þurfti ég að býða hátt í hálftíma. Eins og gefur að skilja var ég orðin frekar stressaður á biðinni.
Loksins þegar lestin kom var hún yfirfull af ferðamönnum sem litu út fyrir að vera jafn stressaðir og ég.
Ég þurfti að troða troða mér inn í lestina. Núna skil ég af hverju japanskar lestarstöðvar eru með sérstaka troðara í vinnu við að troða fólki inn í lestar. Þegar lestin mætti á Heathrow upphófst kapphlaupið mikla. Nokkurhundruð manns með ferðatöskur á harðahlaupum með með misstórar töskur. Ég var í forustusveitinni enda hafði ég bara litla tösku að bera.
Eftir langa biðröð í vopnaleit þar sem ekkert fannst á mér náði ég á spretti inn í flugvél og hún tók á loft.
Þar sem ég sat í vélinni kom svarið við spurningunni sem ég spurði í upphafi.
Hver er munurinn á innfæddum Lundúnabúa og ferðamanni?
Ég hitti nokkra sem virtust enganvegin þekkja munin.
Innfæddur hefði gert sér grein fyrir því að það tekur fleiri en þrjá tíma að skoða borgina almennilega.
Hér eru nokkrar myndir frá London
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Eðalvín, öl og tómatsósa
Ég var í Edinborg um helgina.
Það er margt að sjá þar.
Í einni hliðargötunni var bar með þessu skilti fyrir utan.
Það sem ég á skil ekki er af hverju í þarf að taka fram að staðurinn bjóði upp á tómatsósu.
Hér eru fleiri myndir frá Edinborg
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Cabela´s
Ég fór til Hamborgar í Pensilvainiu og skoðaði veiði og útilífsverslun Cabela´s.
Þar er stórt safn af uppstoppuðum dýrum frá nær öllum heimshornum af öllum stærðum og gerðum.
Hér eru nokkrar myndir af dýralífinu hjá Cabela´s
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. október 2006
Gullfoss og Geysir
Ég fór að skoða Gullfoss og Geysi.
Góður staður til að fara þegar ég er þreyttur á Íslendingum.
Þar eru íslendingar alltaf í miklum minnihluta.
Ég sá strokk sjóða í Litla Geysi, Geysi slappa af og Strokk gjósa nokkrum sinnum.
Gullfoss er alltaf stórglæsilegur.
Ég held að Íslendingar mættu heimsækja landið sitt oftar.
Hér eru nokkrar myndir frá Gullfoss og Geysi http://rfv.blog.is/album/GullfossogGeysir/
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. október 2006
Snúningsturninn
Allar borgir þurfa að eiga a.m.k. einn einkennisturn.
Reykjavík hefur Hallgrímskirkjuturn, París á Effelturnin, Piza á Skakkaturninn og Malmö á Snúnaturninn (Turning Torso)
Þrátt fyrir að turninn líti út fyrir að vera undinn er þetta einn flottasti turninn sem ég hef séð.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. október 2006
Köbenhavn
Síðustu helgi fór ég í heimsókn til Kaupmannahafnar.
Meðal annars fór ég í göngu undir leiðsögn Þorvaldar Fleming þar sem hann sýndi okkur það markverðasta sem Íslendingar geta séð.
Hér getur að líta nokkra af þeim dæmigerðu ferðamannastöðum sem allir sem koma til borgarinnar skoða. http://www.rfv.blog.is/album/Kaupmannahofn/
Einnig skrapp ég til Malmö hinumeigin við sundið og skoðaði snúningsturninn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)