RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hver er munurinn innfæddum Lundúnabúa og ferðamanni?

Á leiðinni heim frá Skotlandi stoppaði ég í nokkra klukkutíma á Heathrow flugvelli.   Ég ákvað að stökkva upp í næstu lest og skreppa til London. 
Fyrir mörgum árum kenndi pabbi mér að það er mjög auðvelt að rata í neðanjarðarlestunum í London.  Hann benti mér á kort af kerfinu og það er mjög einfalt að rata eftir því.
Ári síðar fór ég sjálfur til London einn og óstuddur.
Þar stökk ég niður í lest horfði á þetta einfalda kort og kannaðist bara við nafn á einni brautarstöð. Piccadilly.  Þegar þangað var komið hafði ég ekki hugmynd um hvert ég átti að fara næst og hvað væri spennandi að sjá.
Núna tæpum 20 árum síðar er ég kominn aftur og hef engu gleymt.  Ég hef heldur ekki lært neitt meira um borgina í millitíðinni.

Í einfeldni minni trúði ég því að ef það væru tæpir 5 tímar í að vélin færi hefði ég nægan tíma til að fara til London skoða mig um, ná í lestina og hafa tíma til að skoða mig um í fríhöfininni á Heathrow.

Ég hafði rangt fyrir mér.

Það að skreppa með lest frá Heathrow til Piccadilly tekur lengri tíma en ég hélt.  Ég náði á klukkutíma til Piccadilly.  Þá hafði ég 45 mínútur til að skoða borgina. 

Eins og fyrir 20 árum tók ég stefnulauta göngu með ferðatösku í eftirdragi og myndavél í hendinni.  Ég var vart lagður af stað þegar sá fyrsti spurði mig til vegar.  Ég svaraði samviskusamlega að ég hefði ekki grunsemd um hvar Oxfordstræti væri.  Stuttu síðar var ég spurður hvar Piccadilly væri.  Því gat ég svarað.

Síðar var ég spurður út í einhverja brautarstöð og eitthvert leikhús sem ég hafði ekki grunsemd um hvar væri.  Af hverju menn töldu gæti vísað einhverjum leið í London er mér hulin ráðgáta.

Yfirleitt er maðurinn sem dregur ferðatöskuna, heldur á myndavélinni og horfir stöðugt í kringum sig rammviltur ferðamaður sem lítið gagn er af sem vegavísi í stórborginni.

Þó tókst mér að fynna eina staðinn sem ég ætlaði að sjá London eye.  Risastórt parísarhjól við árbakka Theims.  Ég miðað við stærð hjólsins þá sá ég framá að þetta væri a.m.k. dagsferð svo ég lét mér duga að skoða frá hinum bakkanum.

Þegar ég var búin að skoða undur stórborgarinnar sá ég fram á þægilega heimferð með neðanjarðarlestinni. 

Leistarferðin til baka var skelfileg.  Þetta leit allt vel út til að byrja með.  Lestin brunaði áfram í átt að Heathrow og ég hafði rúman klukkutíma til að ná tveim tímum fyrir flug á flugvöllinn.  Allt gekk mjög vel fyrsta hálftímann.  Þegar við komum til Northfields dundi ógæfan yfir.  Lestin fór ekki lengra.  Á þessari brautarstöð þurfti ég að býða hátt í hálftíma.  Eins og gefur að skilja var ég orðin frekar stressaður á biðinni.
Loksins þegar lestin kom var hún yfirfull af ferðamönnum sem litu út fyrir að vera jafn stressaðir og ég. 
Ég þurfti að troða troða mér inn í lestina.  Núna skil ég af hverju japanskar lestarstöðvar eru með sérstaka troðara í vinnu við að troða fólki inn í lestar. 
Þegar lestin mætti á Heathrow upphófst kapphlaupið mikla.  Nokkurhundruð manns með ferðatöskur á harðahlaupum með með misstórar töskur.  Ég var í forustusveitinni enda hafði ég bara litla tösku að bera.

Eftir langa biðröð í vopnaleit þar sem ekkert fannst á mér náði ég á spretti inn í flugvél og hún tók á loft. 

Þar sem ég sat í vélinni kom svarið við spurningunni sem ég spurði í upphafi.

Hver er munurinn á innfæddum Lundúnabúa og ferðamanni?

Ég hitti nokkra sem virtust enganvegin þekkja munin.

Innfæddur hefði gert sér grein fyrir því að það tekur fleiri en þrjá tíma að skoða borgina almennilega.


Hér eru nokkrar myndir frá London

Eðalvín, öl og tómatsósa

Ég var í Edinborg um helgina.

Það er margt að sjá þar.

Í einni hliðargötunni var bar með þessu skilti fyrir utan.

Það sem ég á skil ekki er af hverju í þarf að taka fram að staðurinn bjóði upp á tómatsósu.

Hér eru fleiri myndir frá Edinborg


Kranar

Það spretta upp byggingakranar um alla borg.

Stundum hafa kranarnir verið áhugaverðari en húsin sem hafa risið upp við hliðina á þeim.

DSCF0066

Svartiskógur.

Ég hef aldrei komið í svartaskóg.

Svona held ég að hann sé á nóttunni.


Turninn á Heilsuverndarstöðinni

Ég hef alltaf verið hrifin af turnum,  sérstaklega þeim sem virðast ekki hafa neinn tilgang.

Þessi turn er á Heilsuverndarstöðinni.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_byko_bolti_net_dscf0024.jpg

Hér var göngustígur.

Það hefur sína kosti að hafa göngustíga við sjávarsíðuna.
Sjávarloftið og útsýnið eru þeir stæðstu.

Helsti gallin er sá að sjórinn getur tekið hann í burtu.


dscf0037_106177.jpg

Norðurljós

Stundum er lesbjart undir norðurljósum.
dscf0028_87610.jpg

Brim

Það þarf ekki að fara langt til að sjá brimið berja á landinu.

Þessi mynd var tekin við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.

Hér eru fleiri  myndir frá standlengjunni


dscf0020_106170.jpg

Eldur

Það er alltaf eitthvað róandi við að horfa á eld.

Þessi mynd er tekin á áramótabrennunni í Kópavogsdalnum.


dscf0085_105980.jpg

Gleðilegt nýtt ár .

Á gamlárskvöld tók ég myndir af flugeldum í Kópavogi og Seltjarnarnesi og nokkrar myndir af áramótabrennunni í Kópavogi.

Hér eru fleiri myndir


2007 springur inn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband