RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Náttúruleg lýsing

Það er alveg sama á hvaða rafljósum er kveikt. 

Það slær ekkert út norðurljósin


Ný merking

Í ljósi nýliðinna atburða þá öðlast þessi sýn nýja merkingu.


Gullfoss

Þegar ég skoða Gullfoss þá finnst mér nauðsynlegt að komast eins nálægt honum og hægt er.  

Heyra drunurnar og finna úðan.

Hér sést smáhluti af Gullfossi í návígi


Haustlitir

Haustið er komið með lægir og nýja liti.

Þessi runni skipti litum í Reykjavík

haustlitir

Norðurljós

Norðurljósin eru komin til landsins og ætla að vera með daglegar sýningar í vetur þegar veður leifir.

Í gær fór ég í Kjósina og sá sýningu hjá þeim.

Hér eru fleiri norðurljósamyndir


Hraun

Stundum er ég ekki viss hvort Krýsuvík sé á Íslandi eða á Tunglinu.


Rigning

Á haustin rignir.

Það rignir stundum endalaust.

Hér eru nokkrir dropar sem lentu á bílrúðunni hjá mér.

regndropar

Hásæti keisarans

Þegar ég skoðaði alla salina í vetrarhöllinni í Pétursborg fann ég loksins hásæti keisarans.

Gullsleigð í marmarasal, hátt til lofts og vítt til veggja.

 Það eina sem ég skil ekki af hverju keisarinn, þessi mikli maður,  fékk ekki þægilegri stól til að sitja í.


Fagrir tónar

Þegar ég var í Edinborg heyrði ég fagra tóna.

Ég gekk á hljóðið og hlustaði á sekkjapípuleikara leika um stund.

Ég sakna þess að það séu hvergi sekkjapípuleikarar í miðbænum að spila fyrir okkur.


HÆTTA

Ég sá þetta skilti hjá Geysi.

Viðvörunarskilti sem lætur vita að vatnið sé heitt á nokkrum tungumálum.

 Hvað með þá sem koma frá öðrum löndum. 

Á ekki að vara þá við.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband