RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Orkuflutningur

Frá þessu sjónarhorni virðist það ekki skipta máli hvaðan rafmagnið kom eða hvert það var að fara.

 

linur

Dúnmjúka dimma

Á Íslandi er myrkur allan veturinn og bjart allt sumarið.

Á veturna fáum við fallegt myrkur.

Hversdagslegu hlutir fá sértakt yfirbragð.

DSCF0026

Allt fram steymir

Áin rennur á fullri ferð framhjá litlu greinunum standa kjurar á bakkanum og fara aldrei neitt.

DSCF0128

 


Tré á floti

Venjulega þegar ég er á ferð í Elliðaárdalnum eru þessi tré á bakkanum hinumeigin við ánna.

Þegar ég átti leið framhjá um daginn, voru trén komin í fótabað.

DSCF0045

Endur

Það er hægt að sjá endur á fleiri stöðum en á tjörninni.

Þessi andahjón voru á gönguför um Elliðaárdalinn.

DSCF0177

Litli fossinn

Oft þarf fossinn ekki að vera stór til að eftir honum sé tekið.

Þessi litli foss var hluti af stærri foss í Elliðaánum.

Samt var alveg fyllilega þess virði að fylgjast með honum.


Flóð í Elliðaám.

Margar af helstu borgum heims hafa á sem rennur í gegn.  Ef einhverjar af þessum ám flæða yfir bakka sína fer allt á annan endan, sjónvarpsstöðvar um allan heim eru fullar af fréttum um hamfarirnar og heimsbyggðin fylgist með.

Í Reykjavík höfum við Elliðaár.  Það tekur ekki nokkur maður eftir því þó þær flæði yfir sína bakka. 

Í gær fór ég og skoðaði Elliðaár eins og þær líta út í vatnavöxtum. 

Elliðaárnar sem renna venjulega sem renna venjulega eins og rólegur lækur eru farnar að líkjast stórfljóti. 

Það er þess virði að skoða Elliðaárnar í ham.

 

Hér eru fleiri myndir af vatnavöxtum í Elliðaám.


Opnir armar

Það léttir lund að fylgjast með lundum.

Þessi lundi er að undirbúa sig fyrir að faðma heiminn, stjórna fjöldasöng eða kanski er hann bara teygja á vængjunum.

lundi

Flóð á háflóði

Á háflóði í gærkvöldi var flóð í vesturbænum.

Við Ánanaust skvettist sjórinn langt inn á land og tók með sér fjörugróður og grjót.

Hálfhringur af hringtorginu við endan á Hringbraut var kominn á kaf og borgarstarfsmaður barðist hetjulega við að hreinsa stífluð niðurföll.

Hér eru fleiri myndir af flóðinu


Gamla brúin

Yfir Hvítá í Borgarfirði liggur gömul einbreið bogabrú.

Áður en Borgarfjarðarbrúin kom var þessi brú hluti af þjóðvegi 1.

Núna fer vart nokkur þarna um lengur.

Ég mæli með því að sleppa Borgarfjarðarbrúnni einusinni í sumar og fara gömlu leiðina.

Brúin er fyllilega þess virði.

brú

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband