RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Gleðilegt nýtt ár

Í kvöld verður árið kvatt með hvelli.

IMG 2645
Árið sem nú er hvatt boðið velkomið.


Útihús

Það er ekki svo langt síðan menn fóru að setja klósett inn í húsin.

Samt er það eitthvað sem við öll þekkjum og teljum sjálfsagt í dag.

Ég fór að velta fyrir mér þegar ég stóð fyrir framan nýju blokkina hvort menn væru farnir að hugsa til fyrri tíma.

IMG_4885

Flugeldasalar

Í nótt snjóaði.

Gatan heima hjá mér fylltist af snjó.

Svo mikið að sumir áttu í vandræðum með að komast út úr götunni.

Flugeldasalar áttu leið hjá og aðstoðuðu.

Er flugeldasalinn þinn alltaf tilbúinn að aðstoða?

IMG_4969

Jólasnjór

Uppáhalds jólaskrautið mitt hefur alltaf verið jólasnjórinn.

IMG 9188

Jólaskrautið

Kennileitið sem minnir mig alltaf á að jólin séu að koma er jólaskraut Seðlabankans.

Margir skreyta meira en Seðlabankinn hefur alltaf haft það akkúrat.

Ein rauð rönd.  Það þarf ekki meira.

IMG 9203


Moka snjó

Í nótt snjóaði.

Sumir bölva því að þurfa að moka snjóinn af bílnum.

Það er sjaldnast áhyggjuefni hjá mér.

Oftast er nóg að hrista hjólið og hjóla af stað.

hjol

Hlið

Til að halda óæskilegum bílum utan upphitaða bílastæðisins var sett upp hlið.

Framhjá hliðinu kemst enginn nema hliðið sé opið.

Það held ég a.m.k.

IMG_4492

Heppinn

Mér finnst oft að ég sé heppinn þegar ég sé eitthvað nýtt.

Sérstaklega þegar ég sé eitthvað sem ég hef oft séð áður í nýju ljósi.

Nýlega horfði ég upp Frakkastíginn og sá styttuna af Leifi heppna.

Ég hafði aldrei tekið eftir Leif frá þessum stað áður.

IMG_4398

Húsið

Fyrir mörgum árum vann ég í þessu húsi.

Þar var gefið út dagblað.

Þegar ég vann í þessu húsi voru hæðirnar fjórar og allar fullar af lífi.

Nú eru hæðirnar fleiri en minna líf á þeim öllum.

IMG_4496

Húsið

Í 101 Reykjavík er fullt af þessum húsum.

Sumir sjá niðurnýtt hús.

Aðrir sjá endalaus verkefni.

Svo eru þeir sem sjá tækifæri.

Þessi hús þurfa á þeim að halda.

IMG_4481

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband