RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Bros

Snjórinn fær mig til að brosa.

Vegginn líka.

IMG_4218

Jólasveinahúfa

Í tilefni jóla setja margir upp jólasveinahúfur.

Þetta skilti gerði sér dagamun.

IMG_4175

Hvar er ég

Venjulega er nóg að horfa á skiltið til að vita hvar ég er.

Ekki alltaf.

IMG_4214

Hin hliðin

Þegar ég ferðast horfi ég oft í hina áttina.

Á meðan flestir horfðu á brúnna skoðaði ég bústað þeirra sem bjuggu undir brúnni.


Stétt

Í Kaupmannahöfn var byggður sívalur turn og stúdentagarður við hliðina.

Svo uppgötvaðist að húsin voru of nærri hvort öðru.

Það þótti vera of mikið vesen að færa turninn nokkra metra.

Betra var að færa gangstéttina inn í stúdentagarðinn.

 

Stúdentagarðurinn við Köbmangergade

Turn

Í París var næstum sama hvar ég stóð.  Alltaf sá ég Effelturninn.

Turninn virðist vera eins frá öllum hliðum.

Eina leiðin til að sjá öðruvísi Effelturn er að standa undir honum.


Við styttu

Í París var stytta sem fólk horfði á og tók myndir af.

Mér fannst styttan ekkert merkileg og man ekki hvernig hún leit út.

Ég tók mynd af manninum sem sat við styttuna og slappaði af.


Skiltið

Í Finnlandi sá ég þetta skilti og gat ekki annað en tekið mynd af því.

Í dag verður mér alltaf hugsað til ríkisstjórnarinnar þegar ég sé myndina.


Landnámshæna

Af og til heyri ég talað um landnámshænur.

En enginn hefur sagt mér hvaða land þessar hænur námu.

 

IMG 4200

Samkvæmt dagatali

Þegar ég horfi á dagatalið held ég að það sé vetur.

Þegar ég horfi út þá er ég ekki viss.

IMG 4656
Þessi mynd var tekin um alvöru vetur.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband