RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Gæsaveiði

Gæsaveiðitímabilið er hafið.

Þessar gæsir leituðu skjóls í skugga Hrafnsins.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_bestoff_new_folder_dscf0098.jpg

Ofbeldistákn eða þjóðararfur?

Eitt sinn stóð til að þessi stytta myndi standa á hringtorginu á Hringbraut.

Þá risu nokkrir menn upp á afturfæturna og sögðu að það væri ófært að vopnlaus þjóð væri að sýna svona ofbeldistákn.

Í dag er sverðið á hringtorgi í Innri Njarðvík.

Ég held að við mættum setja þjóðararfin þar sem fleiri sjá hann.

 


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_reykjanes_4_new_folder_dscf0198.jpg

Rockville

Á miðnesheiði var þorpið Rockville.

Hluti af varnarsvæðinu og þar bjuggu um 120 amerískir hermenn.

Síðar var Birgið með endurhæfingarstöð á staðnum.

Í dag eru öll húsin farin.  Það eina sem stendur eftir eru götur og grunnar.

Fyrr á árum voru íbúar Sandgerðis í góðu viðskiptasambandi við hermennina í Rockville. 

Það var algengt að menn fóru inn í frystihúsið og fundu þar humarkassa sem engin var að nota og tóku hann með sér til Rockville og skiptu á humrinum og bjór. 

Gengið var tveir bjórkassar í skiptum fyrir einn humarkassa.


Rockville

Tunglið

Tunglið þarf ekki að vera fult til að skila sínu.

Lítil rönd á himni dugar mér.

Það er nóg að tunglið sjáist


Tunglið

Margt býr í þokunni.

Ég sá ættinga Lagarfljótsormsins á sundi í Hítarvatni í sumar.

Hann er ekki eins frægur


Hítarvatnsormurinn

Á sjó

Sumar myndir þarf einfaldlega ekki að útskýra.


c_documents_and_settings_ragnarf_my_documents_my_pictures_skip.jpg

Reipi

Átti leið framhjá togara í Reykjavíkurhöfn.

Í hvað eru öll þessi reipi notuð og getur einhver leyst úr þessari flækju?


Reipi

Myndir úr Reykjavíkurmaraþoni

Síðasta laugardag fylgdist ég af áhuga með Reykjavíkurmaraþoni Glitnis. 

Ég hljóp ekki en tók slatta af myndum.  Hér má sjá hluta af því sem ég sá.

http://www.rfv.blog.is/album/Reykjavikurmarathon2006/

 


Lagt af stað í maraþon. 42km

Mrs. Pine. Næsta stóra nafnið í rokkinu?

Ég sá Tónleika fyrir utan JCI heimilið Hellusundi. 

Þar sá ég hljómsveitina Mrs. Pine.

Ungir strákar sem spila gamalt og gott rokk.

Þegar góð tónlist og sannir hæfileikar koma saman er niðurstaðan aðeins ein.

Þetta eru strákar sem vert er að hafa auga með í framtíðini.

 


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_menningarnott_new_folder_dscf0008.jpg

Flugeldar á menningarnótt

Ég fór að sjá flugeldasýningu menningarnætur.

Það er alltaf gaman af flugeldum.  Mér þótti samt heldur vanta upp á kraftinn í þetta skipti.


c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_my_pictures_menningarnott_new_folder_dscf0093_48420.jpg

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband