RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Flug

Mennina hefur lengi dreymt um að geta flogið eins og fuglarnir.

Skildi þennan fugl langa til að geta eitthvað eins og mennirnir.


Hlið

Ég fann þetta gamla hlið á víðavangi.

Hverjum það á að varna að fara hvert held ég að fáir muni.


Aðlögun

Stundum er ekki öruggt hvort kom á undan húsið eða tréð.

Aðlagaði tréð sig að húsinu eða var húsið aðlagað að trénu.


Hákarl

Öndin syndir róleg um tjörnina þrátt fyrir að hafa verið vöruð við hákarlinum.

DSCF0425

Sumt á ekki að þýða.

Þennan brandara heyrði ég fyrir nokkrum árum á ensku.  Hér kemur hann í íslenskri þýðingu.

"Það var maður sem kom 25 manns inn í Opelinn sinn.
Hann sagði vini sínum frá því.
Vá.  Þetta hlýtur að hafa verið met?
Nei þetta var Kadet."

Brandarinn þýðist illa yfir á íslensku svo hér kemur hann á Ensku

"A man had 25 pepole in his Opel and told his friend about it.
Wow.  It must have been a Rekord?
No it was a Kadet."


Tunglið

Ég hef aldrei komið til tunglsins.

Þessi hluti af Reykjanesinu er ekkert ósvipaður.


Ræsi

Við flestar götur eru ræsi til að tryggja að vatn komist í burtu.

Hér hefur ræsi verið samviskusamlega komið fyrir til að tryggja að vatn nái ekki að safnast saman og mynda polla.


Girðingin

Stundum er girðingin áhugaverðari en það sem er fyrir innan.


Allt fram streymir

Vatnið streymir endalaust undan stíflunni á Hítarvatni.


Andlegt lesefni

Þegar endurnar höfðu lokið sér af í blaðalestrinum var Blaðið skilið eftir á floti í tjörninni.

bladid

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband