RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Trönur

Áður fyrr voru svona trönur um allt land.

Nú hefur þeim fækkað mikið.

Það er kannski kominn tími til að krefjast þess að þær sem eftir eru verði friðaðar.

null

Úr lofti

Þegar ég skoða loftmynd af hverfinu sem ég bý í sé ég nákvæmlega hvar ég bý. 

Það er ekkert hús sem lítur alveg eins úr lofti og mitt.

Skyldu þeir sem búa yfir þessum lengjum þekkja sitt þak frá öðrum.


Hljóðfæri

Það er þrennt sem ég hef alltaf séð þegar ég fer á Strikið í Kaupmannahöfn.

Hare kristhna, Íslendinga og hljóðfæraleikara.

Þessir hljóðfæraleikarar höfðu komið sér fyrir fyrir framan 5 hæða verslum með ítölsk húsgögn og tilheyrandi.

Ég þekki flest hljóðfæri.  En hvaða stóri þríhyrningur þetta er hef ég ekki minnstu hugmynd um.


Gosbrunnur

Ég er á þeirri skoðun að það eigi að setja upp alvöru gosbrunn á góðum stað í Reykjavík.

Á tjörninni er sýnishorn af gosbrunni. Líkist einna helst á sturtuhaus á hvolfi.

Í London er þessi gosbrunnur sem notar minna vatn en er mun tignarlegri.


Er kongen hjemme

Um miðja síðustu öld var ungur íslenskur drengur á leið til Danmerkur með mikilvægan farm.  Hann átti að færa Danakonungi lax að gjöf.

Þrátt fyrir að danakóngur væri ekki lengur kóngur yfir Íslandi átti hann enn góða vini á landinu.  Einn þeirra sendi ungan son sinn með laxinn sem hann átti að færa konungi.

Í flugvélinni byrjaði drengurinn að hugsa.  "Hvernig á ég að ávarpa konunginn"  Hann komst að því að  "yðar konunglega hátign" væri réttasta ávarpið.

Restin af tímanum fór svo í að reyna að þýða það yfir á dönsku.

Þegar hann var kominn til Kaupmannahafnar hélt hann rakleitt að Amalíuborg og fann innganginn sem hafði verið lýst fyrir honum.

Hann hringdi dyrabjöllunni og var alveg tilbúin að ávarpa konunginn þegar hann kæmi til dyra.

Dyrnar opnuðust og til dyra kom einn af þjónum konungs.

Íslenski drengurinn sem átti von á því að kóngur kæmi til dyra með kórónu á höfði missti málið um stund en stundi svo upp "Er kongen hjemme?"

Lífvörður drottningar
Hér er einn af konunglegu lífvörðunum sem drengurinn þurfti að komast framhjá.

Fíll

Einhvern tíman var mér sagt að auðveldustu dýr í heimi til að temja séu hundar.  Næst auðveldustu dýrin eru fílar.

Þegar ég sá hvað fíllinn er stór held ég að hundur yrði líklegast betra heimilisdýr.


Hann er kominn

Ég er búin að fá það staðfest.

Lundinn er fyrir löngu kominn í bjargið.


Gróðurhús

Ég sá þátt um daginn þar sem fjallað var um framtíðina í gróðurhúsum í stórborgum.

Gróðurhúsin yrðu byggð eins og turnar inni í miðjum borgunum.

Mér líst vel á þá hugmynd.

Svo er eitthvað sem segir mér að það muni ekki nokkur maður taka eftir því þó það yrði byggður turn með glerveggjum inni í borgunum.

Eða eru kannski svoleiðis hús nú þegar risinn í borginni.


Húsið á myndinni er hótel.  Ekki gróðurhús.


Fyrrverandi torfbær

Áður fyrr var ekki byggt úr öðru efni en torfi og grjóti.

Húsin urðu oft að hluta að umhverfinu og ferðamenn frá framandi löndum héldu margir að Íslendingar byggju í hólum.

Hér er einn fyrrverandi torfbær sem er orðin eins og allt í kringum hann.


Stórt skip

Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta skip er stórt í tonnum.

Þetta skip er samt á flesta mælikvarða frekar lítið.

En þegar ég stóð undir því í Slippnum stækkaði það mikið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband