RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Norðurljós

Í gær logaði himininn af norðurljósum. 

Ég man ekki til að hafa séð svona norðurljósin svona sterk í Reykjavík. 

Þrátt fyrir ljósmengunina var sýningin á himninum stórkostleg.

Ég kannast við konu sem bjó í Öræfum.  Hún lýsti því fyrir mér að þegar norðurljósin loguðu sem skærast hafi hún vaknað við ljósaganginn og að það væri næstum því hægt að heyra í þeim.


Hér eru myndir af norðurljósum frá því fyrr í vetur


Göngubrúin

Ein af mínum eftirlætisgöngubrúm er Elliðaárstíflan. 

Einhverra hluta vegna þá þarf ég alltaf að fara yfir hana þegar ég á leið framhjá.


Önd

Það er merkilegt hvað hægt er að stoppa endalaust til að fylgjast með öndum.

Þessi önd stóð á steini fyrir neðan Elliðaárstífluna ásamt fleiri öndum.


Finkan flýgur

Á síðustu öld var gerð kvikmyndin Hrafninn flýgur.

Í vinnunni hjá mér erum við með finkur sem fljúga.


Hvorki fugl né fiskur.

Í vinnunni hjá mér uppgötvaðist að þar var hvorki fugl né fiskur.

Í stað þess að hafa áhyggjur af því var einn sendur út til að bæta úr því.

Í dag erum við komnir með finkur og gullfiska.

Sumir segja að við höfum fugla og fiska í búrum en aparnir ganga lausir.

Hér eru fleiri myndir af dýralífinu hjá okkur.


Stíflan

Ég hef alltaf verið hrifin af Elliðaárstíflunni.

Ég dreg stórlega í efa að stíflan hafi nokkurn hagnýtan tilgang í dag. 

Samt vil ég hafa hana þarna.

Elliðaárstíflan

 


Elliðaárdalur

Ég hef alltaf haft gaman af því að hjóla í Elliðaárdalnum.  Það þarf ekki að fara svo langt í burtu til að komast í sveitina.

Á sumrin er svo hægt að sjá áhugasama veiðimenn kasta flugum, draga spúna og drekkja möðkum.

Hér eru nokkrar vetrarmyndir úr Elliðaárdalnum.


Gefa bra bra brauð

Á yngri árum var það farið reglulega með brauð niður á tjörn til að gefa öndunum.

Í dag er alveg hættur að fóðra endurnar.

Sumir segja að það séu fleiri máfar en endur á tjörninni í dag.

Þessar endur voru ekki á tjörninni.

Þessar endur voru í lóninu hjá Elliðaárstíflu.


Litla lambið

Þegar ferðast er um landið er alltaf fullt af lömbum meðfram veginum. 

Öll lömbin eru hvít

Þetta hefur mér alltaf þótt frekar einhæft.

Þegar við fórum eitt árið um vestfirði sáum við þessi mislitu lömb.

Hvít með svörtum skellum.

Í heimsókn hjá bóndanum hrósuðum við fallegu lömbunum hans.  Ekki þessi hvítu lömb eins og hjá öllum hinum bóndunum.

Bóndinn tók ekki undir með okkur. 

Bóndin bölvaði mikið hrútnum frá næsta bæ. 
Svarta hrútnum sem komst í fallegu hvítu kindurnar. 
Fallegu kindurnar sem var búið að rækta upp fallegan hvítan lit í. 
Kindur með hvíta ull sem hægt var að selja.

Svo komu þessi köflóttu lömb.

Nú þurfti að byrja upp á nýtt að losna við svörtu áhrifin.


Þúfa

Eitt af því sem erlendum ferðamönnum þykir merkilegt að sjá á íslandi eru þúfur.  Önnur eins náttúruundur hafa þeir ekki séð.

Þessir litlu grashólar sem eru í hundraðatali vítt og breitt um landið.

Fyrr á öldum voru menn lítt hrifnir af þúfunum því það var svo ervitt að slá þær. Sumir hafa kennt þúfunum um erviða lífsbaráttu fyrr á öludm.

Mikið framfaraskref var þegar fysti þúfnabaninn var fluttur til landsins, risastórt gufuferlíki.

Ég er glaður yfir því að þessar þúfur hafa fengið að standa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband