RFV - Hausmynd

RFV

Leiðigarðurinn

Eftir París fór ég til Potiers.  Það var mikil tilhlökkun hjá nokkrum okkar því rétt hjá hótelinu var Futuroscope.  Skemmtigarður framtíðarinnar.

Ég var virkilega spenntur yfir að komast í allar hringekjurnar, rússíbanana og öll þau stórkostlegu tæki sem framtíðin mun færa okkur.

Þegar inn var komið sáum við fullt af húsum sem sýndu hvernig framtíðin mun líta út og líka hvernig menn héldu að framtíðin myndi lýta út árið 1960.

En hvar voru hringekjurnar og hvar voru rússíbanarnir. 

Fljótlega komumst við að því að í framtíðinni verða skemmtigarðar lausir við öll þessi hræðilegu tæki sem gera lítið annað en að hræða fólk.

Í skemmtigarði framtíðarinnar er meðal annars boðið upp á hátæknivæddar IMax kvikmyndasýningar í þrívídd og kvikmyndasýning þar sem tjaldið er allt í kringum þig.

Ekki má gleyma rússíbanaherminum.  Að geta setið í stól sem hristist fyrir framan skjá sem sýnir hvert þú ert að fara án þess að fara nokkuð.  Er hægt að fara fram á meira?  Mér dettur ekkert betra í hug nema þá alvöru rússíbana.

Allt voru þetta stórkostleg tæki.  Það flottasta sem tæknin hafði upp á að bjóða og húsin sem hýstu tækin voru listaverk.  Fyrir augað var þetta einhver besti skemmtigarður sem ég hef farið í. 

En fyrir þá sem vilja hraða og spennu í tækjunum þá var þetta ekki skemmtigarður.  Leiðigarður er kanski betra nafn.


Hér má sjá hvernig flugvél framtíðarinnar lítur úr.

Fleiri myndir frá Futuroscope.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband