RFV - Hausmynd

RFV

Litla lambið

Þegar ferðast er um landið er alltaf fullt af lömbum meðfram veginum. 

Öll lömbin eru hvít

Þetta hefur mér alltaf þótt frekar einhæft.

Þegar við fórum eitt árið um vestfirði sáum við þessi mislitu lömb.

Hvít með svörtum skellum.

Í heimsókn hjá bóndanum hrósuðum við fallegu lömbunum hans.  Ekki þessi hvítu lömb eins og hjá öllum hinum bóndunum.

Bóndinn tók ekki undir með okkur. 

Bóndin bölvaði mikið hrútnum frá næsta bæ. 
Svarta hrútnum sem komst í fallegu hvítu kindurnar. 
Fallegu kindurnar sem var búið að rækta upp fallegan hvítan lit í. 
Kindur með hvíta ull sem hægt var að selja.

Svo komu þessi köflóttu lömb.

Nú þurfti að byrja upp á nýtt að losna við svörtu áhrifin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband