RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Óhrædd lömb

Allt frá því ég man eftir mér þá hafa kindur almennt hlaupið í burtu þegar þær sjá mig.

Síðustu helgi fór ég í Skagafjörð.

Þar sá ég kindur sem voru óhræddar.

Þór komu meir að segja til mín og þefuðu af linsunni.

200

Fullt tungl

Um helgina keyrði ég úr Skagafirði og naut góðrar lýsingar tunglsins næstum alla leið.

Tunglið var fullt  með smá skýjahulu á köflum.

Svona leit Tunglið út frá Blönduósi.

248

Lundar

Á hverju sumri er nauðsynlegt að setjast við bjargbrúnina og horfa á lunda.

Nú er lundarnir farnir til sjós og koma aftur næsta sumar.

IMG 4654

Óskiljanlegt með öllu

Sum hús er ekki hægt að skilja.

Ég skil ekki í hvað er hægt að nota hús sem lítur svona út.

Ég skil ekki hvað útlitið á að tákna.

Líklegast er þetta ofvaxið pípuorgel.


Beðið á rauðu ljósi

Við upphaf Reykjavíkurmaraþonsins sá ég þessa menn bíða spennta eftir græna ljósinu.

Ég held að það sé öruggt hver náði þriðja sæti.

70

Heimsókn til Skattmans

Ég veit ekki um marga sem langar að fara til Skattmans.

Fyrir nokkrum árum átti ég leið hjá en ákvað að halda áfram frekar en að  fara til Skattmans.

Skattmans er sjálfsagt ágætis staður. 

Kannski að ég líti við næst þegar ég fer til Finnlands.


Sveitahundar

Á öllum sveitabæjum eru hundar.

Hlutverk hundanna hefur yfirleitt verið að smala kindum og gelta á gesti.

Hundarnir halda sér svo í formi með því að elta bíla sem eiga leið um.

Á einum sveitabæ þótti bílaáhugi hundsins vera full mikill.

Til að halda hundinum heima var tekið á það ráð að binda hann við þakrennuna á húsinu.

Gekk það ágætlega þangað til mjólkurbíllinn kom.

Heyrðust þá þessir svaka skruðningar og læti.  Lætin voru svo mikil að það heyrðist ekki geltið í hundinum.

Þegar heimilisfólkið leit út um gluggann sáu þau mjólkurbílinn keyra í burtu, hundinn á harðaspretti á eftir honum og þakrennan rétt á eftir.

IMG 4298

Synda selir?

Þessa spurningu heyrði ég fyrir stuttu.

Á þessar myndi sést selur synda í brimi.

IMG 2445

Brúarhlaupið

Í dag tók ég þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi.  Eins og í fyrra fór ég 10km á hjóli.

Farin var sama leiðin og í fyrra.  Eftir malbiki og möl í gegnum Selfoss og nærsveitir.

Fyrir keppnina var aðal takmarkið að komast brautina undir 25 mín.

Í fyrra varð ég sjöundi á tímanum 27:31.  Í ár tókst mér að bæta árangurinn.  Ég kom fimmti í mark á tímanum 24:08.

í mark

Norðurljós

Fyrir nokkrum kvöldum sá ég stjörnur í fyrsta skipti í langan tíma.

Það eina sem mér þykir betra að sjá en stjörnur á næturhimni eru norðurljós á sama himni.

Nú er það bara dagaspursmál hvenær þau sjást á himni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband