RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Hlaup

Árið í ár er hlaupár

Dagurinn í dag er hlaupársdagur.

Hér er fólk sem hleypur á öðrum degi á öðru ári.


Kominn / Farinn

Undanfarið hefur snjórinn komið og farið.

Það gerist svo ört að ég þarf alltaf að horfa út um gluggann til að sjá hvort hann sé eða ekki.

IMG 0119

Snjór

Mér er sama hvað hver segir.

Ég vil fá snjóinn aftur í hæfilegu magni.

IMG_5522

Veggir

Í Hafnarfirði eru veggir.

Einhvern tíman tilheyrðu þeir húsum en gera það ekki lengur.

Þeir voru engum til gagns.

Nema fyrir listamenn.

 

IMG_5633

Bútasaumur?

Þegar mislit efni eru skorin niður og saumuð saman aftur kallast það bútasaumur.

Hvað kallast það þegar mislitum og misryðguðum bárujárnsplötum er raðað saman?

IMG_5640

Fiskur

Á ferðalögum á fjarlægum stöðum í öðrum löndum eru tröllvaxin skilti meðfram mögum vegum.

Það er minna um það á Íslandi.

Algengara er að skiltin séu smá.

Í Hafnarfirði hafa tvær fiskbúðir sett upp skilti með stuttu millibil.

Það er sama í hvora áttina þú ferð.

Þú getur alltaf endað í fiskbúð.

IMG_5617

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband