RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Þingsetning

Á morgunn verður Alþingi Íslendinga sett.

Ég efast um að nokkur muni mæta til að sýna ríkisstjórninni stuðning.

En ég vona bara að fólk láti ekki kappið bera fegurðina ofurliði.


Hálf fullur

Sumir vilja meina að turninn sé hálftómur.

Ég vil meina að hann sé hálffullur.

turn

Undarlegt náttúrufyrirbrigði

Í dag sá ég náttúrufyrirbrigði sem ég hélt að væri ekki til á Íslandi.

Ég sá regn falla lóðrétt.

Það hafði ég bara séð í útlöndum fram að þessu.


Þetta regn er útlenskt

Umferð

Á hverjum degi horfi ég á þunga bílaumferð. 

Það er alltaf gott að geta hjólað framhjá henni.

IMG_9739

Skilti fyrir erlenda fjárfesta

Á Þingvöllum sá ég skilti sem ég held að innihaldi skilaboð frá vinstri grænum.

Engar erlendar fjárfestingar hér.

IMG_3738

Haustið er komið

Það fer ekki á milli mála að haustið er komið. 

Gróðurinn er farinn að roðna.

IMG_2632

Láta dæluna ganga

Hér stóð eitt sinn bensíndæla.

Hún hefur greinilega gengið burt.

IMG_8527

Vetur kemur

Á eftir hausti kemur vetur.

Ég bíð spenntur.

IMG 4656

Við höfnina

Á sumrin koma skemmtiferðaskipin stór og smá og leggjast við Skarfagarða.

Þetta var eitt af þeim síðustu sem komu þetta sumarið.

IMG_2100

Slippur

Fyrir einhverjum árum var uppi sú hugmynd að rífa slippinn og setja óskilgrient eitthvað í staðin.

Ég er fegin að ekkert varð úr því.

Slippurinn er ekki bara viðgerðarstaður fyrir skip.  Slippurinn hluti af borgarlífinu.

IMG_2182

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband