RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Þyrluflug

Mig hefur lengi langað að fá far með þyrlu.

Geta svifið þar sem flugvélar verða að þjóta yfir.

Ég hef bara aldrei komist nær en að horfa á eftir henni fara.


Appelsínugult

Í dag þykkir mjög fínt að vera appelsínugulur.

Þessi þari var langt á undan tískunni.


Sólsetur

Núna sest sólin fyrir fimm á daginn.

Þegar þessi mynd var tekin settist sólin nær miðnætti.  Næstum því í norðri.


Fánastangartoppur

Við ráðhúsið eru fánastangir í röðum.

Flestir hafa gylltan hnúð á toppnum.

Ég átti leið þar um fyrir nokkru síðan. 

Þá hafði borgarstjórnarmeirihlutinn sem var við völd þá vikuna ákviðið að setja eitthvað annað á toppinn.


Drotningarhliðin

Í Pétursborg var búið að breyta gömlum landbúnaðarafurðamarkaði í stórglæsilega verslunarmiðstöð.

Glæsileg framhlið sem snéri út að aðalgötunni.

Ég villtist á bak við húsið.

Þar fór ekki á milli mála að húsið var gamalt og eftir að mála bakhliðina.

Þeir hafa líklegast tekið Akureyringa til fyrirmyndar.

Fyrir mörgum árum kom Margrét Þórhildur Danadrottning til Akureyrar.

Mörg húsanna sem hún þurfti að keyra framhjá á leiðinni frá flugvellinum voru orðin ansi ljót og löngu kominn tími til að mála.

Málið var leyst þannig að öll húsin voru máluð.

Bara sú hlið sem snéri að drottningunni.


Menningarvitar

Ég var að frétta að nokkrir listamenn hafi fengið úthlutað vitum, hver í sínum landsfjórðungi.

Nú bíð ég spenntur að vita hver það verður sem fær vitann á Bjargtöngum.


Koma eða fara

Þegar ég stend í fjörunni tekur það mig alltaf smá tíma að átta mig á því hvort hafið sé að koma eða fara.


Of snemma tekið niður

Fyrir tæplega tveim árum sá ég þessa girðingu.

Hún hefði kannski átt að standa lengur.


Hálar tröppur

Í Birmingham sá ég þessar tröppur.

Einhverjum datt í hug að setja gosbrunn á efsta þrepið og láta vatnið renna niður.

Ég held að það sé ekki góð hugmynd á veturna.

Þær eru allt of hálar í frosti


Strand á Vatnsleysu

Rétt fyrir utan Voga á Vatnsleysuströnd er er þessi bátur.

Ég veit ekki hvenær hann strandaði þarna.

En það sem ég veit er að hann er þarna ennþá.

Hluti af honum allavega.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband