RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Fullt af fíflum

Þegar ég leit út um gluggann hjá mér um helgina sá ég fullt af fíflum,.

Ég hef aldrei haft neitt á móti fíflum.

Ég er fyrir löngu farinn að gera mér grein fyrir því að garðurinn hjá mér fyllist af fíflum á sumrin sama hvað ég geri.

blom
Einn af fjölmörgum fíflum sem hefur tekið sér bólfestu í garðinum.


Brúin

Yfir Elliðaár eru fjölmargar brýr.

Sumar eru miklar umferðaræðar og fjöldi fólks fer yfir sumar brýrnar á hverjum degi.

Svo eru brýrnar sem fáir fara yfir.  Standa jafnvel ónotaðar heilu dagana.

Við veiðihúsið er gömul brú.

Brú sem fáir nota og margir gleyma.

brúin

Fuglar

Á sumrin fyllist fuglabjargið af fuglum.

Það eru ekki bara sjófuglarnir sem raða sér í bjargið og á brúnina.

Fljótlega á eftir þeim koma furðufuglarnir með stóru myndavélarnar.

Þeir þurfa stórar linsur til að ná litlum fuglum.


Sumarið er komið

Nú þegar sumarið er komið þá taka ný lögmál við.

Það verður allt léttara.

Meir að segja þyngdarlögmálið hættir að virka.

IMG 6095

Turninn

Á Höfðatorgi stendur turn.

21 hæð ofanjarðar.

Margar borgir eiga sína turna.

Piza hefur skakka turninn, Paris hefur Eiffel turninn.

Eins og er þá hefur Reykjavík Gegnsæja turninn.

turn

Turninn

Oftast standa turnar uppúr umhverfinu.

Ekki alltaf.

Á Ísafirði er hús sem heitir Turninn.

Það er ekki bara húsið til hægri sem er hærra heldur líka húsið til vinstri.

turninn

Sápukúla

Á Austurvelli flaug sápukúla framhjá.

Stuttu síðar snerti hún vegginn og hvarf.

sapukula

Fljúgandi fílar

Það þykir ekki merkilegt að fýll fljúgi framhjá en að fíll geri slíkt hið sama er stórfrétt.

Í Kaupmannahöfn hafa margir séð fljúgandi fíl.

Sumir vilja kenna miklum bjór um þá sjón.

Ég hef séð fílinn fljúgandi og þurfti ekki bjór til.


Selur á steini

Alltaf þegar ég fer í Húsdýragarðinn skoða ég selina.

Vingjarnleg dýr sem ég get horft á tímunum saman.

Nú er komin hugmynd um að fá Ísbjörn í garðinn.

Hver þarf ísbjörn þegar við höfum seli?

IMG 6087

Taka mynd

Einhverra hluta vegna á ég það til að taka myndir af öðrum ljósmyndurum að taka myndir.

Oft eru ljósmyndararnir áhugaverðari en myndefnið sem þeir fanga.

Þetta snýst um að finna rétta staðinn.  Skiptir engu hvort það sé staðið á staur eða legið á jörðinni.

Ég veit líka að ég er ekkert skárri með myndavélina í undarlegri stöðu að fanga eitthvað sem engin sér. 

Nema ég.

IMG 2874

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband