RFV - Hausmynd

RFV

Sveitahundar

Á öllum sveitabæjum eru hundar.

Hlutverk hundanna hefur yfirleitt verið að smala kindum og gelta á gesti.

Hundarnir halda sér svo í formi með því að elta bíla sem eiga leið um.

Á einum sveitabæ þótti bílaáhugi hundsins vera full mikill.

Til að halda hundinum heima var tekið á það ráð að binda hann við þakrennuna á húsinu.

Gekk það ágætlega þangað til mjólkurbíllinn kom.

Heyrðust þá þessir svaka skruðningar og læti.  Lætin voru svo mikil að það heyrðist ekki geltið í hundinum.

Þegar heimilisfólkið leit út um gluggann sáu þau mjólkurbílinn keyra í burtu, hundinn á harðaspretti á eftir honum og þakrennan rétt á eftir.

IMG 4298

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband