RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Að falla í umhverfið

Sum mannvirki eru byggð til þess að skera sig úr umhverfinu en önnur til að falla inn í umhverfið.

Þessi brú er hluti af umhverfinu

.

Ljósið við enda ganganna

Þegar ég fer í gegnum göng fynnst mér alltaf gott að sjá ljósið við endann.

 Þetta ljós er í göngum undir Reykjavnesbrautinni í Kópavogi


Rammgert Alþingishús.

Alþingishúsið er eitt fallegasta húsið við Austurvöll.

Í dag er búið að reisa vegg úr bárujárni og gaddavír til að verja framhlið hússins.

Fyrir hverju er verið að verja húsið hef ég ekki hugmynd um.

Hér eru fleiri myndir af öryggisgirðingunni


Rústir

Á Grikklandi fara allir ferðamenn og skoða rústir.  Byggingar sem voru byggðar fyrir þúsundum ára og hrundu löngu áður en Ísland byggðist.

Á íslandi er mjög lítið um rústir.

Í Hvalfirði eru þessar réttarústir. 

Reistar á þeim tíma þegar grjót var besta girðingarefnið.


Gæsaveiðar

Á hverju ári hópast menn um allt land til að veiða gæsir.  Liggja í skurðum í felubúningum með og bíða eftir að gæsin komi í skotfæri.

Nokkrar gæsir hafa uppgötvað að það er betra að vera í garði veiðimannsins en á veiðilöndum hans.

Þessar gæsir voru á vappi í Kópavogi.


Bárujárnsbogi

Þeir eru fáir eftir braggarnir á Íslandi.

Einusinni voru heilu hverfin full af bröggum en í dag er einn og einn á stangli.

Þennan bragga fann ég í einu af nýjustu hverfum Kópavogs.

Hvað ætli að hann fái að standa lengi.


Botninum náð

Á síðustu öld, fyrir tíma malbiks og Hvalfjarðaganga þótti það mikið ferðalag að aka allan Hvalfjörðinn.  Þótti það svo mikil þrekraun að ekki þótti ráðlegt að aka allan fjörðinn í einu heldur varð að stöðva a.m.k. einusinni á leiðinni.

Í Hvalfirði voru þrjár vegasjoppur til að taka á móti öllum þreyttu ferðalöngunum.  Ferstikla, Þyrill og Botnskáli.

Sjálfum þótti mér nauðsynlegt að stoppa í Botni á leiðinni frá Reykjavík.  Líklega vegna þess að það var fyrsta sjoppan á leiðinni úr bænum.

Núna er vegurinn farinn frá Botnskála, búið að loka og negla fyrir alla glugga.

Botninum náð.


Fuglalíf á Tjörninni

Á yngri árum fór ég oft niður að tjörn til að gefa öndunum brauð. 

Þar man ég eftir því að hafa séð fullt af öndum og nokkra svani.

En það er alveg sama hvað ég reyni að rifja það upp að þá er mér ómögulegt að muna eftir máfum á tjörninni. 

Í dag er tjörnin yfirfull af þeim.


Hæðsta bygging á Íslandi

Á Gufuskálum var sett upp hæðsta loftnet á Íslandi, 412 metra hátt.

Í upphafi var loftnetið sett upp fyrir Loran leiðsögukerfið.  Í dag er loftnetið notað fyriri langbylgjusendingar ríkisútvarpsins.

Einhvern daginn ætla ég að klifra alla 412 metrana.


Steðji

Í Hvalfirði er steinninn Steðji.

Áningarstaður fyrr á öldum þegar fólk ferðaðist ýmist á hestum eða gangandi um landið.

Núna á mjög fáir hjá þessum steini.  Það vita allt of fáir af þessum steini.

Þjóðleiðin er flutt frá steininum.  Flutt í göng undir Hvalfjörð. 

Sumir þekkja Steðja undir öðru nafni, Staupasteinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband