RFV - Hausmynd

RFV

Botninum náð

Á síðustu öld, fyrir tíma malbiks og Hvalfjarðaganga þótti það mikið ferðalag að aka allan Hvalfjörðinn.  Þótti það svo mikil þrekraun að ekki þótti ráðlegt að aka allan fjörðinn í einu heldur varð að stöðva a.m.k. einusinni á leiðinni.

Í Hvalfirði voru þrjár vegasjoppur til að taka á móti öllum þreyttu ferðalöngunum.  Ferstikla, Þyrill og Botnskáli.

Sjálfum þótti mér nauðsynlegt að stoppa í Botni á leiðinni frá Reykjavík.  Líklega vegna þess að það var fyrsta sjoppan á leiðinni úr bænum.

Núna er vegurinn farinn frá Botnskála, búið að loka og negla fyrir alla glugga.

Botninum náð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband