RFV - Hausmynd

RFV

Óþarfur undanfari afreksmanns

Á meðan flestir maraþon hlauparar hlaupa eða ganga alla leið er einn sem fær annað hlutverk.

Einn bíll ekur fyrir framan fremsta hlaupara. 

Á toppgrind bílsins er skeiðklukka svo hlauparinn geti séð á hvaða tíma hann er.

Ég hef aldrei skilið almennilega tilganginn með þessum bíl.

Af hverju er verið að láta jeppa silast um götur borgarinnar til að einn hlaupari sjái á hvaða tíma hann hleypur?

Um helgina sá ég að margir hlauparar voru með sérstök hlaupaúr á hendinni sem gaf upp meðal annars tíma, vegalengd og hraða.  Allt upplýsingar sérsniðnar fyrir hvern og einn.

Svo er líka hægt að koma fyrir nokkrum klukkum á víð og dreif um hlaupaleiðina.  Þá geta allir séð sinn tíma meðan það er hlaupið.

Ég held að hlaupaúr og kyrrstæðar skeiðklukkur séu betri hugmynd en að láta bíl með ofvaxna skeiðklukku silast í hægagangi heilt maraþon fyrir framan einn mann.

69

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband