RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Rauða kúlan og súla Lennons

Í fjörunni við Viðey er rauður bolti á súlu.

Passar vel við Friðarsúluna á bakvið.

IMG_1580

Bleikt grjót

Við höfnina er bleikt grjót.

Ég veit hvorki af hverju grjótið er þarna né af hverju það er bleikt.

IMG_1780

Fyrsti snjórinn

Í gær kom fyrsti snjór vetrarins.

Ég vona að það komi meiri snjór. 

Svo mikill snjór að skíðasvæðin opni sem fyrst.

IMG_1820

Símklefi?

Við fyrstu sýn mætti halda að það væri símklefi á litlu flotbryggjunni.

Við nánari athugun sá ég að þetta var að sjálfsögðu aðstaða fyrir Superman að skipta um föt.

IMG_1811

Gangbrautin

Ég veit ekki af hverju gangbrautir þurfa alltaf að vera hvítar.

Ég fann eina græna gangbraut.

Það sem ég ekki skil er hvers vegna gangbrautin er við enda á fáfarinni götu.

IMG_1788

Slippurinn

Slippurinn í Reykjavík hefur verið hluti af borginni svo lengi sem ég man eftir mér.

Fyrir einhverjum árum fékk einhver þá stórundarlegu hugmynd að senda Slippinn í burtu og byggja veg og blokk í staðin. 

Sem betur fer varð ekkert úr því.

Ég veit um margar borgir sem hafa vegi og blokkir í miðbænum.

En ég man ekki eftir neinum öðrum stað sem hefur slipp í miðbænum.

IMG_1778

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband