RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Turnar

Eitt er það sem hefur alltaf einkennt Rússneskar kirkjur.

Þær hafa marga turna með lauklaga turnspírum.

Þegar ég fór til Pétursborgar horfði ég lengi á turnspírurnar áður en ég lagði í að spyrja hvort það væri einhver söguleg austraun og merkileg skýring á þessu.

Svarið var einfalt.

Það snjóar mikið í Rússlandi.

Ef turnarnir væru með hefðbundnu hvolfþaki.  Myndi þunginn af snjónum brjóta það niður.  Snjórinn rennur sjálfkrafa niður af þessum spírum.


Á í borg

Flestar stórborgir hafa á rennandi í gegnum sig.

Reykjavík hefur ekki á í miðbænum.  Reykjavík hefur læk.

Lækurinn var yfirbyggður á síðustu öld og engin hefur séð hann síðan.

Sagan segir að það sé samt hægt að heyra lækinn renna.

Sagt er að ef þú leggur eyrað á miðja Lækjargötuna um kyrrláta nótt, þegar það er engin umferð, heyrist lækjarniðurinn.

Sjálfur á ég eftir að prófa það. 

En ég velti örlítið fyrir mér í hvernig ástandi sá sem komst að þessu hefur verið.


Þar sem lækurinn í Lækjargötu sést ekki læt ég fylgja með mynd af óyfirbyggðri á í Pétursborg.


Táknar hvað?

Um allan heim eru gosbrunnar þar sem vatn sprautast út úr munni á styttu.

Ég hef aldrei áttað mig á því hvað það á að tákna.

Ég held a.m.k. að það tákni ekki það sem ég hugsa fyrst.


Endur og ís

Á veturna er hægt að sjá hvernig endur og ís blandast saman.


Heiður himinn

Núna horfi ég út um gluggann í vinnunni og sé bláan himinn.

Vonandi að það boði stjörnur og norðurljós í kvöl.


Vika í X-Games

Ég var að taka eftir því að nú er aðeins vika í að X-Games hefjist.

Því miður kemst ég ekki í ár.

Í fyrra sá ég leikana sem fóru að mestu fram í loftinu.


Svið

Það er alltaf einhver spenna sem kemur upp í mér þegar ég sé sviðið áður en tónleikar byrja.

Þessi mynd er frá sviðinu í Óperunni áður en 200.000 Naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins héldu tónleika.

Ég vona að þeir tónleikar verði endurteknir.

IMG 8714

Draugar og ljósálfar

Nýlega sá ég í Fréttablaðinu mynd af draug var tekin í gama kirkjugarðinum í Suðurgötu. 

Ef þeir segja að þetta hafi verið draugur hef ég enga ástæðu til að efast um það.

Á gamlárskvöld tók ég mynd af ljósálfum sem flugu fyrir framan mig.

Ég sá ekkert þegar ég tók myndina.  En þegar ég skoðaði myndina þá sjást þeir greinilega.

IMG 9559

Öndin

Á síðustu öld ákváðu nokkrir menntaskólapiltar frá MS að vera með skemmtiatriði á skólaskemmtun.

Þeir ákváðu að vera með matreiðsluþátt.

Mestu máli skipti að hráefnið væri ferskt.  Þeir ætluðu að elda önd.  Voru þeir með lifandi önd í kassa og ætluðu að matreiða hana á staðnum.

Fljótlega misstu þeir fuglinn sem var frelsinu fegin og flaug um salinn og skólastrákarnir hlupu á eftir með hnífa á lofti.

Fljótlega fóru áhorfendur að biðja þá um að meiða ekki öndina.  Eftir mikil hlaup náðist öndin aftur og var sett aftur í kassann og drengirnir lofuðu að þeir myndu skila öndinni aftur til sinna heima.

Daginn eftir var ákveðið að skila fuglinum aftur heim til sín. 

Þeir höfðu fengið fuglinn að láni hjá alifuglabónda sem var í Laugadalnum.  Þeir höfðu reyndar látið hjá líða að láta bóndann vita af því.

Þeir fóru til bóndans með öndina undir hendinni og sögðu honum að þeir hefðu fundið þessa önd á gangi í grenndinni og héldu að hún hefði sloppið frá honum.

Bóndinn horfði á skóladrengina smá stund, hristi svo höfðuðuð og sagði. "Þetta er gæs, ekki önd."


Stórir skór

Ég hef aldrei haldið því fram að ég noti stóra skó.

En við þennan hringstiga virðist skórinn minn vera tröllvaxinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband