RFV - Hausmynd

RFV

Öndin

Á síðustu öld ákváðu nokkrir menntaskólapiltar frá MS að vera með skemmtiatriði á skólaskemmtun.

Þeir ákváðu að vera með matreiðsluþátt.

Mestu máli skipti að hráefnið væri ferskt.  Þeir ætluðu að elda önd.  Voru þeir með lifandi önd í kassa og ætluðu að matreiða hana á staðnum.

Fljótlega misstu þeir fuglinn sem var frelsinu fegin og flaug um salinn og skólastrákarnir hlupu á eftir með hnífa á lofti.

Fljótlega fóru áhorfendur að biðja þá um að meiða ekki öndina.  Eftir mikil hlaup náðist öndin aftur og var sett aftur í kassann og drengirnir lofuðu að þeir myndu skila öndinni aftur til sinna heima.

Daginn eftir var ákveðið að skila fuglinum aftur heim til sín. 

Þeir höfðu fengið fuglinn að láni hjá alifuglabónda sem var í Laugadalnum.  Þeir höfðu reyndar látið hjá líða að láta bóndann vita af því.

Þeir fóru til bóndans með öndina undir hendinni og sögðu honum að þeir hefðu fundið þessa önd á gangi í grenndinni og héldu að hún hefði sloppið frá honum.

Bóndinn horfði á skóladrengina smá stund, hristi svo höfðuðuð og sagði. "Þetta er gæs, ekki önd."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband