RFV - Hausmynd

RFV

Dúfur

Ég veit um nokkra sem hafa verið í bréfdúfnarækt.

Safna saman dúfum, geyma þær í kofum og senda einstaka bréf með þeim.

Ég man eftir tveim forföllnum dúfnamönnum sem fóru nýfermdir með strætó alla leið upp í Breiðhol og fjárfestu þar í forláta dúfu.  Ég man ekki hvort hún var ættbókarfærð en fyrir þá sem voru í bréfdúfum þótti þetta einstaklega merkilegur fugl.

Svo skipti engu máli hvaða strætó þeir reyndu að taka til baka.  Allir bílstjórarnir neituðu að taka þá inn í vagninn með lifandi dúfu í skókassa.

Drengirnir þurftu að ganga  með dúfum alla leið vestur á Seltjarnarnes.  Mig minnir samt að þeim hafi þótt fuglinn hverrar krónu og hvers skrefs virði.


Ég efast um að þessar dúfur hafi verið sendar með bréf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband