RFV - Hausmynd

RFV

Hvað hef ég gert ykkur?

Í góðu veðri finnst mér gott að hjóla í stað þess að nota bílinn.

Ég hjóla meir að segja oft í vinnuna.  Það er ótrúlega hressandi að byrja daginn á því að hjóla. Svo er þetta líka svo heilsusamlegt.

Það er hægt að fara allra sinna ferða á reiðhjóli allan ársins hring.   Ef það hefur snjóað þá er ég einfaldlega örlítið lengur á leiðinni.  Göngustígar eru yfirleitt mjög fljótlega ruddir og sandaðir svo það er lítið mál að fara hjólandi allt árið.

Eitt er þó slæmt við að hjóla á veturna. 

Bragðið af malbikinu.

Sérstaklega í kyrru og þurru veðri er hægt að finna bragðið af malbikinu.

Bragðið af malbikinu kemur vegna þess að stór hluti ökumanna kýs að aka um á nagladekkjum.

Ég skil engan vegin af hverju fólk vill aka um á nagladekkjum.

Af hverju vill fólk aka um á dekkjum sem gera lítið annað en að tæta upp malbikið og framleiða meiri hávaða inni í bílnum.

Fólk telur sér trú um að það sé öryggisins vegna.

Mér er með öllu fyrirmunað að skilja af hverju það á að vera öruggara að aka um á nagladekkjum á auðu malbiki á veturna eru göturnar meira og minna auðar.

Á auðu malbiki hafa nagladekk lengri hemlunarvegalengd. 
Í snjó skipta naglarnir engu máli.  Þar er það munstur dekkjanna sem skiptir máli.
Á ís eru ný nagladekk hugsanlega betri.  En það er bara þegar þau eru ný.  Þegar nagladekk eru orðin veturgömul skipta naglarnir nær engu máli lengur.

Í dag er hægt að fá margar gerðir af ónegldum vetrardekkjum, heilsárs, loftbólu, harðskelja og harðkorna.  Allt hljóðlátari dekk sem ég er fullviss um að henta betur við okkar aðstæður.  Það sem skiptir mestu máli er að hafa dekkin hrein.  Þá eru þau með besta gripið.

Sumir nagladekkjanotendur segja að þeir noti nagladekk vegna þess að þeir séu svo oft að fara út á land. 

Ég fer líka reglulega út á land.  Á ónegldum. 

Það skiptir meira máli að aka eftir aðstæðum en að vera á nagladekkjum.

Í fyrra sá ég meir að segja frétt þess efnis að ökumenn á nagladekkjum valda fleiri umferðaróhöppum en þeir sem eru á ónegldum. 

Ég hef einfaldlega ekki séð neinar upplýsingar sem segja mér að það sé öruggara að aka um á negldum dekkjum umfram ónegld.

Svo má ekki gleyma framlagi nagladekkja í svifryki.  Nagladekkin tæta upp malbikið og dreifa því um loftið.

Það er svifrykið sem ég anda að mér þegar ég hætti mér út á reiðhjóli.

Svifrykið sem fer reglulega yfir hættumörk á fallegum vetrardögum.

Það er ekki laust við að ég spyrji þá sem aka um á nagladekkjum.

Hvað hef ég gert ykkur?

nagladekk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Runólfsson

Er nú enn á sumardekkjunum og hyggst vera á þeim eitthvað áfram, en nagladekkin mín bíða niðri í geymslu. En það er rétt, að það er eingöngu við vissar kringumstæður sem að það er betra að vera á nagladekkjum. Seinnilega mun ég ekki kaupa aftur nagladekk, en aldrei að segja aldrei.

Leifur Runólfsson, 19.11.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband