RFV - Hausmynd

RFV

Bláalónsþrautin

Í júní 2008 rakst ég á auglýsingu um hjólreiðakeppni.  Það var hægt að velja um 60 eða 40 km. 

Ég ákvað að velja auðveldu leiðina og hjóla bara 40 km. 

Án þess að hafa hugmynd um hvað ég var að fara útí kom ég mér fyrir á ráslínunni þegar keppnin átti að byrja.  Fljótlega var mér bent á að ég snéri vitlaust.

Löngu síðar kom ég í mark á bílastæði Bláa lónsins.  Eftir að hafa barist við loftleysi í dekkjum, krampa og þreytu.

Ári síðar mætti ég aftur og fór sömu leið á betri tíma.

Nú er komið að því að keppa í þriðja sinn og fyrri tímar verða bættir.

ragnar
Nýkominn í mark árið 2008.
Mun þreyttari en myndin gefur til kynna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband