RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Blár

Nýlega átti ég leið framhjá Höfða.

Hann var blár.

IMG_3876

Tréð

Trén hafa fellt lauf og styttist í að þau fái ljós.

tré

Rauða stöðin

Þegar ég fór til Pétursborgar notaði ég stundum neðanjarðarlestina sem er grafin djúpt undir borginni.

Ég ferðaðist alltaf á milli sömu tveggja stöðvanna.

Á leiðinni stoppuðum við alltaf á rauðu brautarstöðinni.

DSCF1018

Umferð

Á leiðinni heim horfði ég á alla umferðina silast undir brúnna.

Í flestum bílum var einn ökumaður og enginn farþegi.

Ef allir ökumennirnir fengu einn farþega væru mun færri bílar á götunum og umferðin gengi hraðar.

 

IMG_4057

Bárujárn

Ef það á að nefna eitthvað sér íslenskt í íslenskri byggingasöug held ég að bárujárnið sé það íslenskasta af öllu íslensku.

Á ferðalögum mínum um heiminn hef ég aldrei séð bárujárnsklætt hús.

Nokkrar skemmur en ekkert hús.

IMG_3940

Vetrarhljóð

Ég fæddist um vetur og hef alla tíð verið ánægður með veturinn og flest sem honum fylgir.

Ég er ánægður með frostið og snjóinn.

Vetrinum fylgja líka skemmtileg hljóð.

Marrið undan fótatakinu í frostinu,  Hvinurinn í skafrenningnum og  brakið í trjánum þegar sjórinn sest á greinarnar.

Eitt vetrarhljóð er mér þó ekki að skapi.

Hvinurinn í nagladekkjum.

Verra er að vita að því hærri sem hvinurinn er því slitnari eru dekkin, því meira tæta þau upp malbikið og því minna gagn gera þau þegar á reynir.

Veturinn væri fullkominn ef engin væru nagladekk undir bílunum.

c_documents_and_settings_ragnarf_my_documents_nagladekk

Hjóla

Þegar ég hjóla og horfi á bílaumferðina silast áfram hugsa ég til þeirra sem eru fastir í umferðinni á leiðinni í líkamsræktarstöðina svo þeir geti hjólað á kyrrstæðu hjóli.

umferd

Ósýnilegur

Margir hafa hugsað um kosti þess að vera ósýnilegur.  Geta gert það sem manni langar án þess að nokkur sjái til.

Ég hugsaði líka þannig sem barn.  Svo las ég sögu í blaði sem breytti skoðun minni á að vera ósýnilegur algerlega. 

Blaðið sem ég las var Andrés Önd.  Það var saga um 176-671 og hina Bjarnarbófana.  Þar höfðu þeir eignast tæki sem gat gert þá og allt sem þeir vildu ósýnilegt.  Þeir gengu inn í bankann óséðir, inni í peningahvelfinguna gerðu peningana ósýnilega og gengu út með fulla poka fjár. Og enginn sá til þeirra.  Þeir settust inn í bílinn sinn sem líka var ósýnilegur og óku á brott.  Óséðir. 

Þetta hefði heppnast hjá þeim ef annar bíll hefði ekki ekið í veg fyrir þá svo þeir lentu í árekstri. 

Bjarnarbófarnir skildu ekkert í því af hverju maðurinn hafi ekið í veg fyrir þá en svo rann upp fyrir þeim ljós. 

Hann ók í veg fyrir þá vegna þess að hann sá þá ekki.

Ég lærði af þessu og ég passa mig á því að vera ekki ósýnilegur þegar ég hjóla í og úr vinnu.  Á hjólinu eru glitaugu, skært hvítt ljós að framan og blikkandi rautt ljós að aftan.  Ég er með endurskinsborða á löppunum og klæddur neongrænu vesti með stórum endurskinsborðum. 

Ég er jafn áberandi í umferðinni og upplýst jólatré.

Fyrir mér er þetta mjög augljóst.  Ég vil að ökumenn og aðrir sjái mig og fari framhjá mér hvar sem ég er. 

Þegar ég hjóla í myrkrinu, eins og ofvaxið endurskynsmerki með blikkljósum, þarf ég oft að leggja mig allan fram við að hjóla ekki aðra niður. 

Fólk sem augljóslega hefur ekki lesið sama Andrésblað og ég. 

Fólk sem er ósýnilegt í umferðinni.

Ósýnilegt fólk sem leggur sjálft sig og aðra í stórhættu á hverjum degi.

Fólk sem augljóslega gerir sér ekki grein fyrir því að stærsti ókostur þess að vera ósýnilegur er sá að það sér þig enginn.


Er einhver ósýnilegur á þessari mynd?

Biðstöð

Þótt sjónvarpið sé farið að koma með kapli inn í húsið til mín get ég ekki fengið mig til að taka gamla loftnetið niður.

Ef loftnetið fer, hvar eiga þá fuglarnir að hvíla sig?

IMG_1416

Stöðumælir

Það er sama hvar í 101 ég reyni að leggja bíl þar er alltaf stöðumælir af einhverri tegund.

Ég skil það og er ekkert að mótmæla því.

En þegar stöðumælirinn er kominn í fatahengið.

Þá er kominn tími að hugsa málið.

IMG_0629

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband