RFV - Hausmynd

RFV

Vetrarhljóð

Ég fæddist um vetur og hef alla tíð verið ánægður með veturinn og flest sem honum fylgir.

Ég er ánægður með frostið og snjóinn.

Vetrinum fylgja líka skemmtileg hljóð.

Marrið undan fótatakinu í frostinu,  Hvinurinn í skafrenningnum og  brakið í trjánum þegar sjórinn sest á greinarnar.

Eitt vetrarhljóð er mér þó ekki að skapi.

Hvinurinn í nagladekkjum.

Verra er að vita að því hærri sem hvinurinn er því slitnari eru dekkin, því meira tæta þau upp malbikið og því minna gagn gera þau þegar á reynir.

Veturinn væri fullkominn ef engin væru nagladekk undir bílunum.

c_documents_and_settings_ragnarf_my_documents_nagladekk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband