RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hurð

Sumar hurðir eru ekki bara hurðir.

Þær geta líka verið grunnur að listaverkum.

IMG_6133

Hvert fóru þeir?

Þegar þeir félagar Reagan og Gorbachev fóru saman í frí á Íslandi eyddu þeir stundunum saman í Höfða.

Á milli frétta af fundi þeirra voru sagðar fréttir af draugunum sem bjuggu í Höfða.

Ég hef ekki heyrt af þessum draugum í langan tíma.

Eru þeir fluttir?

IMG_2022

Fjaran

Um allan heim er fólk sem hefur aldrei séð staðið í fjöru og séð hafið.

Ég er sem betur fer ekki í þeim hóp.

IMG_5723

Þvert

Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi þess að setja bárujárn þvert á veggi.

Upp og niður á betur við en hægri, vinstri.

IMG_9664

Ekki nema það heiti eitthvað

Sumir segja að það sé ekkert varið í landslagið ef það heitir ekkert.

Þessi foss er í Keflavík.  Einni af fjölmörgum allt í kringum landið.

Ég hef spurt marga að því hvað hann heiti en enginn virðist vita það.

Mér þykir samt varið í hann.

IMG_8465

Frost

Með vetrinum kemur frostið.

Í samvinnu með vatninu klæðir það stundum trén í nýjan búning.

IMG_3558

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband