RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Bílþvottur

Ég hef aldrei verið duglegur við að þvo bílinn minn.

Sú aðferð sem mér líkar best við er að fara í gegnum bílaþvottastöð.

Það er eitthvað svo róandi við að sitja inni í bílnum og horfa á vélar sjá um það sem ég nenni ekki að gera sjálfur.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í síðustu ferð í gegnum þvottavélina.


Hvað þýðir Ölfus?

Íslensk staðarnöfn eru mörg þannig að ekki er hægt með góðu móti að átta sig á hvað þýða.

Eitt af þeim nöfnum er Ölfus.

Ég hef ekki fundið út hvað það þýðir í raun en ég ætla samt að segja frá kenningu sem hjómar vel en er hugsanlega ekki sú rétta.

Eitt sinn voru þrælar Ingólfs Arnarsonar þyrstir og báðu um eitthvað að drekka.  Ingólfur benti þeim á ánna sem þeir voru við og sagði að í henni rinni Öl.

Þrælarnir fengu sér sopa úr ánni en að sjálfsögðu var ekkert öl í henni.

Sagði þá einn þællinn "öl fuss".

Ölfusá
Ölfusá rétt við ósa sína

Frosið brim

Um helgina fór ég í fjöruna við ósa Ölfusár.

Litlir ísjakar renna úr Ölfusánni og slást við fjöruna og verða að litlum ísmolum sem dansa í briminu.
Fleiri myndir úr fjörunni


Göngum yfir brúnna

Á Þingvöllum er gömul brú yfir Öxará. 

Brúin hefur staðið þarna frá árinu 1911 og var endurbætt árið 1944 fyrir lýðveldishátíðina.

Búrin er í dag orðin gömul og þeytt.

Hún passar samt ótrúlega vel inn í umhverfið.

Nú stendur til að rífa gömlu brúnna og setja nýja brú í staðinn.

Nýja brúin er ein sú fallegasta sem ég hef séð.

Ég held samt að við ættum að leifa gömlu brúnni að standa og setja nýju brúnna einhversstaðar annarsstaðar.


Laxastiginn

Við hliðina á fossinum Faxa er laxastigi til að gera laxinum auðveldara að synda lengra upp með ánni.

Ég hef alltaf verið hrifin af þessum mannvirkjum.

Búa til marga litla fossa við hliðina á stóra fossinum til þess að laxinn geti farið lengra inn ánna.


Hvaðan koma peningarnir?

Oft hefur verið sagt að peningar vaxi ekki á trjánum.

Ég hef a.m.k. aldrei séð peningatré. 

En einn er sá staður sem peningar virðast vaxa viltir í íslenskri náttúru.

Á þingvöllum er gjá sem er full af smápeningum. 

Gjáin er oftast nefnd Peningagjá.


Hvaða hringur er þetta?

Þegar ég fór með hóp af erlendum ferðamönnum að skoða Gullfoss og Geysi stoppaði ég við Faxa.  Foss sem er vel falinn á leiðinni að Geysi. 

Við hliðna á fossinum eru réttir.

Ein úr hópnum spurði mig hvaða hringur þetta væri.

Ég útskýrið samviskusamlega fyrir henni að kindunum væri smalað saman á hverju ári og farið með í réttir.  Kindurnar færu í miðja réttina og svo myndi hver bóndi taka sínar kindur í sitt hólf og fara svo með þær heim á bæinn. 

Eftir þessa lýsingu kinkaði hún kolli og spurði mig síðan af hverju við fengum okkur ekki fjárheld fjárhús eða fjárheldar girðingar í kringum fjárhúsin svo við þyrftum ekki að eyða tíma á hverju ári til að leita að þeim um fjöll og fyrnindi.


Gullhringurinn um vetur.

Ég fór með hóp af útlendingum um helgina að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

Sumir bíða alltaf til sumars með öll ferðalög.

Ég mæli hiklaust með því að fara Gullhringin um vetur.

Hér eru nokkrar myndir sem sýna fegurðina í frosti.

http://www.rfv.blog.is/album/GullfossGeysirogthingvellir/

Gullfoss
Gullfoss
Drekkingarhylur í Öxará
Þingvellir

Af hverju leiðist manninum.

Í Edinborg er minnismerki um Sir Walter Scott.  Lögfræðing, þjóðernissinna og skáld.

Átta árum eftir hans dag voru hafnar framkvæmdir á minnismerki fyrir hann.  Þetta skyldi ekki vera einhver lítil stytta eða skjöldur.  Þetta átti að vera turn.  Stæðsta mynnismerki sem reist hefur verð fyrri skáld í öllum heiminum.

Á neðstu hæð minnismerkisins er stytta af manninum.

Ef vel er skoðað sést að honum virðist leiðast.

Hann situr og virðist hugsa um aðra staði viðsfjarri.

Hann einfaldlega langar ekki að sitja þarna.

Eftir að hafa klifið öll 277 þrepin upp á efstu hæðina.  Gegnum þrönga hringstiga for ég að skylja ef hverju manninum leiðist svona svakalega.

Ef ég sæti á neðstu hæð í mínu eigin húsi sem hefði þetta sórkostlega útsýni á efstu hæðinni og kæmist aldrei upp.

Ég væri hundfúll og leiður líka


Ground Hog Day (Dagur múrmeldýrsins)

2. febrúar á hverju ári safnast fólk til Punxsutawney í Pensilvaniu til að vita hvernig tíðafarið komi til með að vera.  

Áræðanlegasta heimildin hjá þeim er sú að draga múrmeldýr út úr holu og spyrja það hvort það sjái skuggann sinn. 

Ef dýrið sér skuggan er það öruggt merki um að það séu 6 vikur í viðbót af vetri.

Ground Hog


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband