RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Fossar

Ég hef oft farið upp og niður Elliðaárdalinn.

Á leiðinni eru margir fossar.

Ég hef aldrei talið þá svo ég veit ekki hvað þeir eru margir.

elliðaár2

Lækurinn

Mér líður alltaf vel nálægt rennandi vatni.

Það skiptir ekki stóru máli hvort það sé stórfljót eða lítill lækur.

Ég get alltaf tekið mér góðan tíma til að horfa.

laeikur

Girðing forsetans

Við Bessastaði er hlið og girðing til að halda óboðnum gestum í burtu.

Mér finnst gott að búa í landi þar sem það þarf ekki öflugri girðingu en þetta við forsetasetrið.

bessastadir

Lækurinn og húsið

Þegar hús er byggt þar sem lækur rennur er bara um tvennt að ræða.

Byggja húsið við hliðina á læknum eða yfir lækinn.

Þetta hús var byggt yfir lækinn.

Sem betur fer.

sjalandsskoli

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband