RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Snjórinn farinn

Þegar ég skoða veðurspár og horfi í kringum mig fer ég að óttast að snjórinn sé farinn og komi ekki aftur í vetur.

Sjálfum finnst mér alltaf bjartar yfir og skemmtilegra þegar ég sé snjó í kringum mig.

Í febrúar fór ég í Elliðaárdalinn og skoðaði snjó og rennandi vatn.

IMG 0115

Braggar

Þeim fer óðum fækkandi bröggunum í borginni.

Ég held að það væri ekki vitlaust að friða einhverja af þeim sem eftir eru.

Hvort það eigi að friða þennan bragga veit ég ekki.

Það á a.m.k. ekki að friða málninguna á þessum bragga.

IMG_1031

Hænur

Í Skagfiskum sé ég þessar ósviknu landnámshænur.

Þær voru mislitar, skapstyggar og létu heyra í sér.

Svo verptu þær eggjum.

IMG_7686

Grótta

Venjulega þegar ég á leið út á Seltjarnarnes er flóð.

Það þýðir að ég kemst ekki út í eynna.

Stundum hitti ég á þegar það er fjara.

En þá er varptími og eyjan lokuð.

IMG_9727

Sveit

Ég vór þangað sem fyrir nokkrum árum var sveit.

Í dag er það úthverfi.

Skyldi þetta hús einhverntíman ná því að vera miðsvæðis.

130_1

Innanhúshönnun

Ég held að það hafi allir skoðun á innanhús hönnun.

Ég held að það hafi eitthvað misfarist þarna.

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti litnum á veggjunum.  Gólfið er ekki heldur slæmt.  Veggborðarnir eru vissulega svipmiklir og styttan er alls ekki slæm.  Svo er þessi fína ljósakróna fyrir ofan.

En hverjum datt í hug að blanda þessu öllu saman og af hverju get ég ekki skilið.

DSCF0134

Norðurljós

Ég hef lengi verið mikill áhugamaður um norðurljós.

Ég get staðið úti tímunum saman og horft upp í loftið.

Veturinn hefur ekki verið sá besti til að sjá norðurljósin.

Það hefur oft verið heiðskýrt.  Það hafa oft verið kjöraðstæður á jörðu til að sjá norðurljósin.

En norðurljósin hafa bara ekki skilað sér nógu vel.  Koma sjaldan og skína ekki nóg. 

Veturinn er ekki liðin svo það er alltaf von um góða ljósasýningu.

IMG_1333
Þessi norðurljós komu í fyrra.

Á sjó

Nú styttist í að sjóstangaveiðimótavertíðin byrji.

Ég er byrjaður að skoða græjurnar og sjá hvort allt sé í lagi.  Stöngin, hjólið, sökkur og krókar.

Í fyrra fór ég þrisvar og veiddi mis vel.

Á Siglufirði fékk ég verðlaun fyrir stærsta marhnútinn.  Hann var tröllvaxin.  Ástæðan fyrir því að það er engin mynd af honum er sú að hann var svo stór og ljótur að flestir yrðu hræddir við það eitt að sjá hann.

 Á Patreksfirði veiddi ég og fleiri svo mikið að bátarnir rétt náðu að bera aflann í land.  Sjálfur veiddi ég  1111 kg af þorski og 11kg af ufsa.  Á venjulegu móti hefði ég sigrað með yfirburðum.  Í það skipti dugði það til að ég næði 12. sæti. 

RFV
Hér held ég á örlitlum hluta af aflanum.

Staðið á stól

Í sirkustjaldi í Frakklandi sé ég Frakka leika sér að stól.

Ég held að hann hafi gert allt annað en að sitja á stólnum.

Annaðhvort stóllinn eða maðurinn var með mjög gott jafnvægi.

Stóll

Þríhjól, tvíhjól, einhjól

Fysta hjólið sem ég eignaðist var þríhjól. 

Þegar ég var svo orðin nógu stór fékk ég tvíhjól. 

Fyrst var tvíhjólið reyndar fjórhjól því það hafði tvö hjálparhjól.

Svo foru hjálparhjóli af og ég hef átt nokkur tvíhjól síðan.

Nú er spurningin hvort ég sé orðin nógu stór til að fá mér einhjól.

Einhjól

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband