RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hengibrú

Á yngri árum hélt ég að hengibrýr væru bara til í útlöndum og á Selfossi.

Svo fór ég að ferðast um landið og fann fleiri. 

Þessa fann ég við Jökulsárlón


1000 ár

Fyrir 1000 árum féll úrkoma á topp vatnajökuls.

Það tók úrkomuna 1000 ár að komast niður í Jökulsárlónið sem ís.

Þar rak ísinn á land var brotin niður og settur í glas.

Þetta er hægvirk en náttúruleg leið til að fá klaka.


Rusl á viðavangi

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það á að taka til eftir sig sama hvar maður er.

Á fyrrihluta síðustu aldar nauðlenti herflugvél í hrauninu rétt hjá Grindavík.

Þetta stykki er þar enn.

Ég held að það hafi áunnið sér hefðarrétt í umhverfinu.


Hestar

Ég skrapp í heimsókn í hesthús um helgina.

Rétt til að rifja upp lyktina.

Það eru nokkur ár síðan ég fór síðast á bak en það gæti jafnvel gerst að ég skreppi á bak á þessu ári.

En ég lofa engu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband