RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Grafið eftir heitu vatni

Fyrir mörgum árum var ég að bora í vegg heima hjá mér og fann þar heitavatnsæð.  Þar gaus út um veggin heitt vatn.  Þar sem það voru engin not fyrir vatnið á þeim tíma var ákveðið að loka fyrir þessa heitavatnsæð og muna staðsetninguna fyrir seinni tíma.

Nú nýverið voru franskir fornleifafræðingar sem lentu í svipuðum vandræðum.  Þeir voru að grafa í miðbæ Reykjavíkur og fundu þar gamlan goshver sem engin mundi eftir að væri til.

Hér eru fleiri myndir af goshvernum.


Hafsbotn á ferðalagi

Ég átti leið framhjá Daníelsslipp og tók þar eftir að dýpkunarskipið Perla var að dæla hluta af hafsbotninum upp á land.

Hér eru nokkrar fleiri myndir af hafsbotninum á leiðinni á upp á land


Viti

Hringinn í kringum landið eru vitar til að sjómenn viti að þeir séu að nálgast land.

Þessi viti stendur á efst á hól á Reykjanesi.


Ryð

Ryðguð akkeri virka líka á þurru landi.

Algengt er að sjá akkerin nýtt sem garðskraut.

Þessi tvö akkeri sá ég í Sandgerði og Keflavík.

Annað er mynnisvarði í Keflavík en hitt var skilið eftir í smábátahöfninni í Sandgerði

null

Á þurru landi

Ég hef alltaf haft gaman að því að skoða báta og skip.

Skemmtilegast þykir mér að sjá bátana á floti en það getur líka verið gaman að sjá þá á þurru landi.

Ég er ekki viss um að þessi bátur eigi eftir að fljóta aftur.


Torfbæir á Miðnesheiði

Þegar herinn dvaldi á Miðnesheiðinni voru byggð lítil flugskýli.

Miðað var við íslenska byggingahefð og torfæir byggðir yfir þoturnar.


Á sjó

Síðustu helgi fór ég á Sjóstangaveiðimót frá Sandgerði.  Upphaflega stóð til að fara á laugardag en vegna brælu var hætt við.

Á sunnudag var haldið til veiða.

Veður var gott og sjólag ágætt  milli öldutoppa.

Hér má sjá tvo af bátunum halda til veiða.


Syðristapi

Í Krísuvík sá ég þetta skilti. 

Gamalt, veðurbarið og passaði fullkomlega í umhverfið.


Fiskar

Á morgunn fer ég til veiða.

Fyrsta sjóstangaveiðimót sumarsins verður haldið á morgun og ég mæti og ætla að veiða vel.

Hér er mynd sem ég tók á móti í fyrra af þrem vænum þorskum á leiðinni í bátinn.


Krísuvíkurskóli

Fyrir mörgum árum var byggður skóli í Krísuvík. 

Það er í raun fullkominn staðsetning. 

Stutt frá Reykjavík en þegar þú ert kominn þangað þá lýtur út fyrir að þú sért langt frá næsta byggða bóli.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband