RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Á sjó

Mér finnst alltaf mjög gaman að fara með veiðistöng á litlum bát út á sjó að veiða.

Það eina sem skiptir máli er að það sé sléttur sjór, gott veður, ég búin að fá mér sjóveikistöflu og góð veiði.


Hvort er lengra frá Reykjavík til Tunglsins eða Akureyrar?

Svarið við þessari spurningu ætti að vera augljóst.

Það er styttra til Tunglsins.

Það sést frá Reykjavík til Tunglsins en ég hef ekki ennþá séð héðan til Akureyrar.


Úr hinni áttinni.

Perlan er ein af þeim byggingum sem skiptir engu máli úr hvaða átt myndin er tekin.

Perlan er alltaf eins.

Það eina sem breytist er umhverfið.

Þeir sem nenna geta reynt að átta sig á því hvar myndin er tekinn.


Fljúga um eins og fuglinn fljúgandi

Það er oft gott að geta tekið flugið og skoðað jörðina frá hærra plani.


Óteljandi

Hólarnir í Vatnsdal, vötnin á Arnarvatnsheiði og eyjarnar á Breiðafirði hafa alla tíð talist vera óteljandi.

Nú hafa byggingakranar bæst við í tölu þess sem er óteljandi.


Skrúfað frá krönunum

Um alla borg eru stórir kranar sem byggingar renna úr.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband