RFV - Hausmynd

RFV

Tveggja sæta og nægt pláss afturí

Núlega sá ég þetta reiðhjól.

Það hafði tvö sæti og kerru.

Ég hef séð bíla með minna farangursrými.

IMG_8562

Segl

Á siglingu til Boston mætti ég Long Tall Sally.

Nafnið passar vel við hæðina á mastrinu.

Nafnið er líka frekar langt.

IMG_7472


Önd og andarungar

Sem barn söng ég oft um litlu andarungana sem ætluðu út á haf.

Þessa koparslegnu andarunga sá ég elta stolta andamóður í Boston.

IMG_7603

Allir í hring

Það eru fáar rólur sem hvetja fólk jafnmikið til að tala saman eins og þessi.

IMG_8088

Reglur í boltaleik

Það er augljóslega ekkert gaman að spila fótbolta við þetta fólk.

Það fá greinilega allir að taka þátt. 

En það er bara starfsfólkið sem fær að skora.

IMG_8050

Sund

Á heitum sumardegi er gott að kæla sig.

Sjórinn er fínn í það.

IMG_8233

Á hvolfi

Litla flugvélin flaug um himininn.

Stundum á hvolfi en aldrei í beinni línu.

IMG_8548

Austurvöllur

Um helgina var Austurvöllur fullur af fólki.

Enginn hafði undan neinu að kvarta og engin var að mótmæla.

IMG_8279

Ströndin

Í Reykjavík er strönd.

Í staðin fyrir sjó er á.

Í staðin fyrir sand er gras.

Ég ætla samt að kalla þetta baðströnd.

IMG_8159

Hjólað í vinnuna

Sumir hjóla í vinnuna.

Aðrir hjóla í vinnunni.

IMG_7549

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband