RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Banki eða ekki banki.

Í Borgartúni er banki.

Bankinn hefur þá sérstöðu að þetta er eini bankinn á Íslandi sem hefur ekki banka.

IMG_6262

Upp

Í Ráðhúsinu eru hausar gamalla borgarstjóra geymdir.

Hátt uppi.

Svo hátt að við á gólfinu sjáum þá ekki.

IMG_6642

Fiskur á stöng

Fiðringurinn er kominn í fingurna og tærnar.

Veiðitímabilið í sjóstönginni fer að byrja.


Á íslensku

Ég sá þetta skilti nýlega. 

Þar var kurteisileg ábending um að hafa enga bíla á götunni klukkan átta á morgunn. 

Ég hafði reyndar séð skiltið á sama stað kvöldið áður og þar stóð líka klukkan átta á morgunn.

En skiltið fékk mig til að rifja upp þegar ég var í Luxemburg fyrir mörgum árum.

Ég lagði bílnum fyrir framan hótelið og sá eitthvað skilti á Luxemburgísku sem ég skildi ekkert í og hugsaði ekkert útí.

Morguninn eftir hafði gatan breyst úr umferðargötu í götumarkað.

Ég þurfti að keyra í gegnum þvöguna milli söluborða og fólks sem leit á mig sem óþarfa aðskotahlut á annars góðum markaði.

Skildu einhverjir erlendir ferðamenn hafa skilið bílinn sinn eftir fyrir götusópurum vegna þess að þeir skildu ekki hvað stóð á skiltinu?

IMG_6553

Öðruvísi

Sumir þurfa alltaf að vera öðruvísi en aðrir að því er virðist bara til að vera öðruvísi.

Hér er einn sendiherra sem vildi vera allt öðruvísi en allir aðrir.

Hann mætti á dökkgráum bíl en ekki svörtum.

IMG 0673

Prjón

Nýlega heimsótti ég hesta í hesthúsi.

Einn hesturinn reis á afturfæturna til að bjóða mig velkominn.

IMG_6478

Alger steypa

Ein sú stefna í arkitektúr sem margir elska að hata er brutalismi.

Ég er ekki sammála þeim.

Ólíkt því sem margir trúa þá hefur brutalismi ekkert með grimmd að gera.

Brutalismi kemur frá hugtakinu "Béton brut" sem er franska og merkir hrá steypa.

Steypan hér að neðan var eitt sinn máluð en er það ekki lengur.

Þessi steypa er hrá.

IMG_6312

Kjallarinn

Undir Höfðatúni er ofvaxinn bílakjallari.

Hann átti að vera stærri en fékk hálf snubbóttan endi.

IMG_6276

Beint

Sumstaðar vaxa tré beint upp í loftið.

Íslensku trén vaxa líka beint upp í loftið.

Þau taka bara krók á leiðinni.

IMG_6298

Kirkjan

Sú var tíð að þegar arkitekt var beiðinn um að teikna kirkju, teiknaði hann kirkju.

Í dag þegar arkitekt er beiðinn um að teikna kirkju, teiknar hann eitthvað brjálað.

Þessi kirkja lítur út eins og kirkja.

IMG_6332

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband