RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Tré

Nú nálgast tíminn sem trén klæða sig í grænan sumarfatnað.

IMG_6316

Gámurinn

Reglulega geng ég framhjá gám.

Hvað var í gámnum eða er veit ég ekki og mér er eiginlega alveg sama.

Það eina sem ég velti fyrir mér er hvort gámurinn sé ekki búin að vera svo lengi á sama stað að hann eigi að fá sitt eigið húsnúmer.

IMG_6325

Skrúfað frá krana

Fyrir nokkrum árum voru byggingakranar jafn algeng kennileiti og húsin sem þeir stóðu við.

Svo eins og skrúfað væri fyrir krana hurfu kranarnir einn af öðrum.

Á bak við hús í Borgartúni er verið að undirbúa gróðursetningu á krana.

Hefur einhver skrúfað frá krananum?

IMG_6227

Upp og niður

Stiginn fer í báðar áttir.

Upp og niður.

IMG_6120


Bárujárn

Ég veit ekki hverjum kom til hugar að setja bárujárn þvert á veggi.

Ég er bara að vona að hann setji ekki bárujárn á þök.

IMG_6114

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband