Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Er Íslendingur hér.
Um helgina fór ég og skoðaði Gullfoss, Geysi og Þingvelli.
Þar sá ég hóp af fólki.
Flestir útlendingar.
Það er auðvelt að þekkja Íslendingana út.
Þeir sitja alltaf fremst í rútunum.
Annar keyrir og hinn er leiðsögumaður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Stiginn
Þegar ég stóð neðst í stiganum og horfði upp ákvað ég að reyna ekki að ganga upp hann.
Vandamálið var hvorki hæð þrepanna né vöntun á handriði.
Vandinn var vatnið sem var á leiðinni í hina áttina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Upphaf goss
Þegar ég fór að skoða Geysi, tók ég eftir því að mjög fáir skoða Geysi.
Strokkur virðist fá alla athyglina.
Það er líklegast vegna þess að hann gýs reglulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. febrúar 2011
Peningur afþakkaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. febrúar 2011
Skíði
Í gömlu lagi segir "á skíðum skemmti ég mér tralallala".
Ég tek undir það.
Ég reyni að komast eins oft á skíði og ég get.
Svo eru þeir sem ekki kunna á skíði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Strokkur
Ég hef farið með hópa að skoða Gullfoss og Geysi.
Eitt skiptið þegar við nálguðumst Geysi sagði ég hóp af þjóðverjum að Strokkur gysi alltaf á mínútunni 11:30.
Þá heyrðist eymdarhjóð aftan úr rútunni og mér bent á að klukkan væri 11:45. Við værum búin að missa af gosinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. febrúar 2011
Á hraðferð
Í gærkvöldi var logn.
Lognið var á hraðferð.
Svo kom steypiregn og vatnið óx og óx.
Það var best að halda sig innandyra við myndatökur.
Núna er fínasta vorveður. Sem væri ágætt ef það væri ekki vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. febrúar 2011
Strompur
Strompar á húsum hafa margvíslegan tilgang.
Upphaflega var þetta leiðin fyrir reykinn út en breyttist síðar í leið fyrir sjónvarpið inn.
Svo er þetta ákjósanlegur lendingarstaður fyrir smáfuglana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. febrúar 2011
Önd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. febrúar 2011
Fossar
Ég hef sagt það áður og ég á örugglega eftir að segja það aftur.
Elliðaárnar og dalurinn sem þær renna um geyma óþrjótandi myndefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)