RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Biðin

Ferðamennirnir raða sér upp við Strokk og bíða næsta goss.

Sumir horfa beint á gosið en aðrir horfa gegnum linsur.

En biðin er alltaf þess virði.

IMG_3818

Gluggi

Einhverra hluta vegna eru flestir gluggar ferkantaðir.

Sem betur fer ekki allir.

IMG_3191

Stokkur endar

Á Akureyri var byggður stokkur milli tveggja húsa.

Í dag nær stokkurinn frá öðru húsinu og næstum að hinu.

Hafa húsin fjarlægst hvort annað?

IMG_3175

Gula hliðið

Flest hlið eru gerð til að loka, gera skilrúm milli þín og þess sem er hinumegin við.

Í Skagafirði er hlið sem býður velkominn.

IMG_3268

Spurning

Ég fer reglulega til Akureyrar.

Þar er margt öðruvísi en hér fyrir sunnan.

Flest skil ég á ferðum mínum þar.

En eitt hef ég ekki hugmynd um og veit ekki.

Hvað þýðir Amaro?

IMG_3080

Í sveitinni

Í sveitinni eru allir vinir.

IMG 4016

Faxi

Þegar ég fer á Gullfoss og Geysi kem ég alltaf við og skoða Faxa.

Ekki eins frægur og Gullfoss en fyllilega heimsóknarinnar virði.

IMG_3845

Af hverju?

Þegar ég sé þessa mynd ver ég að velta fyrir mér.

Af hverju voru húsin ekki höfð sambyggð, í staðin fyrir að troða örmjóu húsi á milli þeirra?


Báðir fætur á jörðu. Eða ekki.

Sumir segja að það sé kostur að vera með báða fætur á jörðinni.

Mér finnst að þeir sem hafa hæfileikan til að hafa hvorugan fótinn á jörðinni eigi að nýta þá hæfileikaeins og þeir geta.

IMG 6075

Sólgos

Nýlega var sólgos.

Ég fagna því alltaf.

Sólgos merkir aðeins eitt.

Þá fer ég út á kvöldin og skoða hvað gerist þegar sólgosið kemur til jarðar.

nordurljos4

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband