Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Hvernig er best að útskýra þetta
Það hefur alltaf verið góð regla að kanna alltaf hvað þetta harða er.
Áður en hakinn er rekinn í gegn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. ágúst 2009
Gaddavír
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. ágúst 2009
Hjólabretti
Ég hef prufað að standa á hjólabretti og það gekk vel.
Vandamálin byrjuðu ekki fyrr en ég fór af stað.
Á menningarnótt fór ég í bakgarðinn hjá Nikita og sá hjólabrettamenn sem gátu staðið á brettinu, á ferð, án þess að detta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Geitungur
Lítill geigungur flaug inn í hús á menningarnótt.
Inni í húsinu var hópur af fólki.
Margir urðu skelfingu losnir hlupu út, aðrir stóðu stjarfir en nokkrir horfðu á.
Ein úr hópnum sótti glas, náði geitungnum og sleppti honum aftur fyrir utan húsið.
þar hélt hann áfram að hræða þá sem voru hræddir við hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Vélfákur
Margir kalla mótorhjól vélfáka.
Mér hefur alltaf þótt það eiga vel við.
Á menningarnótt sá ég mótorhjól með þrem hjólum sem komst ótrúlega nálægt því að vera vélfákur.
Hjólið hafði fax, tagl og ístöð. Alt sem útreiðarhestur þarf að hafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Menningarlegir flugeldar.
Á hverju ári breytist standlengjan frá gömlu höfninni að Laugarnestanga í eitt risastórt bílatæði. Bílarnir byrja að koma sér fyrir um hálf ellefu og fara aftur um klukkustund síðar. Klukkan ellefu byrjar sýningin sem allir hafa mætt til að sjá. Risa menningarnætur flugeldasýningin.
Eins og fyrri ár fór ég að sjá. Undanfarin ár verið að leita að rétta staðnum til að sjá sýninguna í stúkusæti. Fjarri gangandi bílum með fullum ljósum.
Í ár fann ég staðinn. Stúkusæti fjarri bílum og ökuljósum.
Við vorum ekki mörg sem höfðum látið okkur detta þessi góði staður í hug. Ég ætla ekki að segja hvar ég var. Við vorum fá á þessum fína stað og ég vona að við verðum það aftur á næsta ári.
Eftir sýninguna hjólaði ég heim, framhjá kyrrstæðum bílum sem höfðu fært sig af grasinu yfir á götuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Maraþon og menning
Síðastliðinn laugardagur var einn af stóru dögunum í Reykjavík.
Um morgunninn fór Reykjavíkurmaraþon fram og hlupu tugir þúsunda mis langa hringi.
Eftir hádeigi hófst svo menningarnótt og töldu talnaglöggir teljarar að þegar mest var voru um hundraðþúsund manns í miðbænum.
Ég og myndavélin fórum á báða viðburði og fylgdust með.
Á Skothúsvegi og Lækjargötu hljóp maraþonið framhjá mér.
Fleiri maraþon myndir.
Á menningarnótt fékk ég mér gönguferð og skoðaði mótorhjól, hlustaði á hljómsveitir, leit við í bakgarðinn hjá Nikita þar sem nokkrir léku sér á hjólabrettum, sá Þursana í Hljómskálagarðinum og fylgdist salsanámskeið í Hellusundi.
Sjálfur get ég vart staðið á kyrrstæðu hjólabretti. Þessi gat mun meira.
Fleiri menningarnæturmyndir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. ágúst 2009
Norðurljós
Í gærkvöldi horfði ég upp til himna og í fyrsta skipti í langan tíma sá ég norðurljós.
Þetta voru ekki sterkustu norðurljós sem ég hef séð. Lítil grænleit rönd eftir himninum. En þetta mynnti mig á að í vetur á ég eftir að sjá bjartari norðurljós.
Norðurljósin voru ekki svona björt í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. ágúst 2009
Baklýsing
Stundum þarf að hafa fyrir því að ná réttu myndinni.
Til að ná þessari mynd hefði þurft að koma fyrir réttri baklýsingu og setja reykvélina í gang.
Eða gera eins og ég.
Eiga leið framhjá þegar slökkvuliðið var að vinna í sprunginni heitavatnsæð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Hraun
Þegar útlendingar koma til landsins er eitt af því fyrsta sem þeir sjá hraun.
Svo þegar þeir fara aðeins lengra sjá þeir enn meira hraun.
Það er ekki fyrr en þeir nálgast Hafnarfjörð að þeir fást til að trúa því að það er eitthvað meira en hraun á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)