RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Komast í land

Það er velþekkt staðreynd meðal allra sjófaranda að það er betra að finna góða höfn til að komast í land.


Hangandi þvottur

Til að þurrka þvott er best að hengja hann upp.

Sumir gera það inni en aðrir fara út á snúru.

Þessi fór út í glugga.

IMG_5924

Steingerfingur af húsi

Í Grjótaþorpinu stóð hús.  

Gaflinn var timburklæddur og eini glugginn var uppi í risi.  Annað veit ég ekki um húsið. 

Það eina sem stendur eftir er steingerfingurinn sem varð eftir á næsta húsi.

IMG_5971

Selur

Ég fer ekki oft í Húsdýragarðinn en það eru nokkrir staðir sem ég stoppa alltaf á þegar ég fer.

Þó ég viti ekki um nokkurn sem hefur haft seli sem húsdýr þá eru þeir í Húsdýragarðinum.

Þar synda selir um  og eru uppteknir við mannaskoðun á meðan mennirnir eru í selaskoðum.

IMG_6079

Afskektur staður

Stundum er gott að komast langt í burtu frá borginni.

Komast svo langt að það er ekkert sem mynnir á siðmenninguna annað en vegurinn og fötin sem þú ert í.

Ef þú nennir ekki að leggja í langferð til þess mæli ég með Kleifarvatni.

Afskekktur og fjarlægur staður rétt fyrir utan Hafnarfjörð.

null

Ævintýri á ökuför

Sum ferðalög breytast í ævintýri þegar engin á von á því.

Þegar hringtorgið við endan á Hringbraut breyttist í tjörn breyttist hverstagsleg ökuferð í örlítið ævintýri.


Skarfur

Skarfurinn starir mjög stíft út á haf.

Hann var svo áhugasamur um það sem hann sá að hann tók ekki eftir mér.

 


Klæddir hundar

Eitt er það sem ég hef aldrei skilið.

Hundar eru með feld sem heldur á þeim hita.

Þess vegna er þeim ekki alls ekki kalt á venjulegum íslenskum sumardegi.

Samt er eins og sumir þurfa að klæða hundana sína í föt.

Sumir segja að þetta sé sætt.

En af hverju spyr engin hundana hvort þeir vilji klæðast þessum fötum?

IMG 6444
IMG 6931

Hinseigin gleðiganga

Á laugardaginn  var gleðiganga Hinsegin daga.  Eins og venjulega iðaði Laugavegurinn af lífi frá Hlemm að Arnarhól og stanslaust fjör alla leið.

Ég hallaði mér upp að staur í Bankastræti með myndavélina þegar gangan byrjaði og klukkustund síðar komu fyrsta göngufólkið á mótorhjólum og ég byrjaði að taka myndir.

Hér eru myndir sem ég tók af göngunni.

IMG 6862

Hinseigin dagur

Í dag er gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík

Undanfarin tvö ár hef ég farið með myndavél í bæinn og horft á gleðigönguna ganga framhjá mér.

Í ár fer gangan aftur framhjá mér.

IMG 6060

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband