Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Komast í land
Það er velþekkt staðreynd meðal allra sjófaranda að það er betra að finna góða höfn til að komast í land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Hangandi þvottur
Til að þurrka þvott er best að hengja hann upp.
Sumir gera það inni en aðrir fara út á snúru.
Þessi fór út í glugga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Steingerfingur af húsi
Í Grjótaþorpinu stóð hús.
Gaflinn var timburklæddur og eini glugginn var uppi í risi. Annað veit ég ekki um húsið.
Það eina sem stendur eftir er steingerfingurinn sem varð eftir á næsta húsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Selur
Ég fer ekki oft í Húsdýragarðinn en það eru nokkrir staðir sem ég stoppa alltaf á þegar ég fer.
Þó ég viti ekki um nokkurn sem hefur haft seli sem húsdýr þá eru þeir í Húsdýragarðinum.
Þar synda selir um og eru uppteknir við mannaskoðun á meðan mennirnir eru í selaskoðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Afskektur staður
Stundum er gott að komast langt í burtu frá borginni.
Komast svo langt að það er ekkert sem mynnir á siðmenninguna annað en vegurinn og fötin sem þú ert í.
Ef þú nennir ekki að leggja í langferð til þess mæli ég með Kleifarvatni.
Afskekktur og fjarlægur staður rétt fyrir utan Hafnarfjörð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Ævintýri á ökuför
Sum ferðalög breytast í ævintýri þegar engin á von á því.
Þegar hringtorgið við endan á Hringbraut breyttist í tjörn breyttist hverstagsleg ökuferð í örlítið ævintýri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Skarfur
Skarfurinn starir mjög stíft út á haf.
Hann var svo áhugasamur um það sem hann sá að hann tók ekki eftir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Klæddir hundar
Eitt er það sem ég hef aldrei skilið.
Hundar eru með feld sem heldur á þeim hita.
Þess vegna er þeim ekki alls ekki kalt á venjulegum íslenskum sumardegi.
Samt er eins og sumir þurfa að klæða hundana sína í föt.
Sumir segja að þetta sé sætt.
En af hverju spyr engin hundana hvort þeir vilji klæðast þessum fötum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. ágúst 2009
Hinseigin gleðiganga
Á laugardaginn var gleðiganga Hinsegin daga. Eins og venjulega iðaði Laugavegurinn af lífi frá Hlemm að Arnarhól og stanslaust fjör alla leið.
Ég hallaði mér upp að staur í Bankastræti með myndavélina þegar gangan byrjaði og klukkustund síðar komu fyrsta göngufólkið á mótorhjólum og ég byrjaði að taka myndir.
Hér eru myndir sem ég tók af göngunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Hinseigin dagur
Í dag er gleðiganga Hinsegin daga í Reykjavík
Undanfarin tvö ár hef ég farið með myndavél í bæinn og horft á gleðigönguna ganga framhjá mér.
Í ár fer gangan aftur framhjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)