Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Regnbogi
Einhverra hluta vegna er ég aldrei með myndavél nálægt mér þegar regnboginn lætur sjá sig.
Það er bara einn regnbogi sem ég hef náð mynd af.
Veðrið stjórnar því ekki hvenær hann sést.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. maí 2009
Dropar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. maí 2009
Bryggjuhúsið
Víðsvegar um heiminn eru bryggjur með húsi á endanum algeng sjón.
Þetta kallast Pier og eru alltaf glæsileg hús með ferðamannaaðdráttarafl.
Ekki á Íslandi.
Þetta er eina bryggjuhúsið sem man eftir á hér.
Það er ekki glæsilegt og flestir ferðamenn myndu taka stóran sveig framhjá því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. maí 2009
Reykur
Sá þennan reyk út um gluggann á Hótel Moskvu í Pétursborg. Það hafði kviknað í húsgagnaverksmiðju.
Ég sá líka slökkviliðsbíl fara framhjá. Hann hefði getað slökkt varðeld en ekki þennan eld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Hausar
Fyrir vestan sá ég þessa þorskhausa hangandi.
Það er líklegast verið að verka þá svo hægt sé að nota þá í litlar níðstangir.
Þorskhausarnir eru mun hentugri en hestshausar því það fer minna fyrir þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. maí 2009
Hvað er þetta að gera hér
Á ferðalögum um heiminn sé ég reglulega hluti sem ég skil ekki.
Í Pétursborg í Rússlandi sá ég þennan Svinx á árbakkanum.
Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann er þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Jagúar Nobelskáldsins
Í innkeyrslu Gljúfrasteins sá ég Jagúarinn standa fyrir utan húsið.
Ég held að Jagúarinn sé jafnmikilvægur hluti af safninu og húsið sjálft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. maí 2009
Plógur
Ég hef lengi verið áhugamaður um stórt og ryðgað garðskraut.
Þegar ég sá þennan plóg bættist hann í hóp þeirra hluta sem ég vil fá í garðinn hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. maí 2009
Spegill
Það kemur einstakasinnum fyrir að sjórinn breytist í spegil.
Þetta var eitt af þeim skiptum.
Það hvarflaði að mér að snúa myndinni á hvolf og sjá hvort einhver tæki eftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. maí 2009
Aska
Fyrir nokkrum árum talaði ég við fornleifafræðing.
Eftir að hann hafði útskýrt fyrir mér að fornleifafræðingar væru ekki alltaf á hnjánum með teskeiðar og tannbursta gátum við farið að ræða saman á vinsamlegri nótum.
Meðal þess sem hann sagði mér var það að fornleifafræðingar á Íslandi væru einstaklega heppnir að hafa Heklu.
Hekla hefur í gegnum aldirnar dreift ösku um landið sem fornleifafræðingarnir hafa getan notað til aldursgreiningar.
Ég veit ekki hversu ánægt fólkið var að fá öskuna yfir sig þegar hún féll en fornleifafræðingarnir eru a.m.k. þakklátir.
Hér má sjá eitt Hekluöskulagið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)