RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ljósastaur í réttu ljósi

Sjónarhornið er það sem skiptir mestu máli.

Mér hafa aldrei þótt þessir ljósastaurar merkilegir.

Þeir lýsa vel en eru litlir.

Í þessu umhverfi við þetta sjónarhorn þér virkar hann mun meiri en venjulega.


Sjóstangaveiðimenn að sunnan

Á einu sjóstangaveiðimótinu var ég að tala við skipstjórann á bátnum sem ég var á.

Þetta var fyrsta mótið hans.  Upphaflega leist honum ekkert á þetta.

Fara að sigla út á haf með fullan bát af "hobbyveiðimönnum að sunnan", eins og hann kallaði þá.

Hann hafði satt best að segja enga trú á þessum mönnum sem voru komnir til að leika sér á bátnum hans.   Hann sá framá að það færi meiri tími í að dreka kaffi en að veiða.

Fljótlega eftir að veiðar byrjuðu komst hann svo að því að þessir menn voru ekki komnir til að leika sér.  Þetta var alvöru keppni.


Hér má sjá nokkra veiðimenn að sunnan nýkomna í land.


Flottur foss

Það eru líklegast um þúsundir af fossum um allt land sem eru þess virði að stoppa við og njóta útsýnisins.

Margir þeirra eru í nokkurra klukkustunda fjarlagæð en fyllilega þess virði að fara að sjá.

Þessi foss er í Reykjavík. 

Þar er fyllilega þess virði að stoppa og skoða.

IMG_1476

Öfugsnúið

Það er eitthvað sem segir mér að ég hafi staðið vitlausu megin við ryðgaða skiltið.

IMG_1468

1. maí.

Í gær var 1. maí. 

Ég fór í miðbæinn og skoðaði það sem fyrir augun bar.

Þar hlustaði ég á mis skemmtilegar ræður sem var mjög misjafnlega vel tekið.

Til að bjarga skemmtuninni voru tónlistaratriði milli ræðumanna.  Lúðrasveit Verkalýðsins og 200.000 Naglbítar fluttu nokkur lög og Sigtryggur Baldursson og félagar börðu á parabólur.

Til að sjá þetta alltsaman fylltist Austurvöllur af mótmælendum, meðmælendum og þeim sem komu bara til að skoða.


Einu augnabliki eftir sólsetur

Í gær fór ég upp á hæðina hjá Kópavogskirkju og horfði á sólina setjast.

Ég horfði á ferðalagið hjá henni og sá að sólinn fer ótrúlega hratt.

Einni sekúndu eftir að sólin settist tók ég þessa mynd.

IMG_1805

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband