RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Bíll?

Ég er ekki alveg viss hvað þetta er.

Í Rússlandi sá ég þetta vélknúna farartæki.

Þetta virðist vera sambland af hestvagni með hjálparmótor og sófa.

DSCF0735

Klakabönd

Ég er alltaf ánægður þegar það er frost og snjór.

Þegar snjóar birtir yfir öllu.

Svo klæðir frostið hversdagslegustu hluti sem við höfum fyrir augunum alla daga í nýjan búning.

DSCF0048
Tekin fyrir nokkrum árum af Nestisdrengnum í Fossvogi.

Töfrar

Ef það væri til efni sem myndi láta ryð hverfa.

Væri hægt að galdra sum skip í burtu.


Gaflamyndir

Stórir einlitir hurða og gluggalausir veggir eru einhvernvegin allt of leiðinlegir á að horfa.

Í Kaupmannahöfn fann ég þessa 2 veggi.

Stórir og hafa alla burði til að vera leiðinlegir.

En veggmyndirnar hafa alveg bjargað þeim.


List í vegg

Flestir borga stórfé fyrir að fela pípulagnirnar inni í veggnum.

Svo er annað eins eða jafnvel meira greitt fyrir listaverk til að setja á sama vegg.

Stundum er spurning um að láta pípulagnirnar sjást.

Þær eru oft flottari en listaverkin sem eru sett á veggin.


Hvenær á að opna?

Á hverjum degi horfi ég til fjalla og bíð.

Það er kominn snjór við sjávarmál.

Það hlýtur að vera kominn nægur snjór til fjalla.



Logn í gær

Sumir lýstu veðrinu í gær sem roki og rigningu.

Ég kalla veðrið í gærkvöldi logn

Lognið fór bara mjög hratt yfir í gær.

IMG_9082

Græna ljósið

Við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn stendur þessi litli innsiglingarviti.

Stundum vildi ég að umferðarljósin væru eins og hann.

Þessi litli viti lýsir alltaf grænu.

IMG_3131

Norðurljós

Oft þarf ekki að fara langt til að sjá norðurljósin. 

Stundum er nægir að horfa út um gluggann.

Í fyrra leit ég út um gluggann og sá að himininn var logandi í grænum ljósum.

IMG_1333

Á vel við

Ég tók þessa mynd í mars fyrir rúmu ári síðan.

Mér finnst hún einhvernvegin passa í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband