RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Heitavatnið

Ég man eftir því þegar það voru byggðir hitaveitutankar langt fyrir utan bæinn.

Núna eru þeir í miðju íbúðarhverfi.

044

Svartur köttur

Einhverra hluta vegna trúa margir því að það boði ógæfu ef svartur köttur gengur í veg fyrir þig.

Ég hef aldrei skilið það.

Það hafði a.m.k. engin áhrif á mig þegar þessi gekk í veg fyrir mig.

DSCF0034

Mis sýnilegt

Það eru þrjár styttur í uppáhaldi hjá mér. 

Allar mjög ólíkar og mjög mis sýnilegar.

Friðarsúluna er oft hægt að sjá næstum alstaðar í borginni.

Sólfarið sést vel þegar farið er um Sæbrautina.

En mynnisvarðinn um óþekkta embættismanninn er vel falinn í húsasundi þar sem enginn á erindi.

IMG_2978
Sólfar og friðarsúla


Varðhundur

Á Ísafirði sá ég þennan varðhund standa á skafli fyrir framan útidyr.

Hann hefur fengið feld sem var vel við vöxt og sumir sögðu að hann væri allt of mikið krútt til að vera varðhundur.

varðhundur

Stöðumælar

Í gegnum tíðina hefur stöðumælum verið komið fyrir á ólíklegustu stöðum. 

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti stöðumælum.

En ég held því samt fram að hér hefur verið gengið aðeins of langt.

IMG_0629

Góð nýting á fólki

Í Frakklandi gekk ég framhjá lítilli hljómsveit.  Þar sem hljóðfæraleikarar voru fáir þurftu þeir líka að geta spilað á fleiri en eitt hljóðfæri.

Einn var þó fjölbreyttari en aðrir.

Trommu/trompetleikarinn hikaði ekki við að spila á bæði í einu.

DSCF0034_1

Rigning

Það rigndi í morgun.

Regnið er kannski ekki alslæmt.

IMG_1252

Á sjó

Þegar ég á leið um smábátahöfnina þá kemur alltaf upp löngunin að kippa með mér veiðistöng og fara að veiða.

Ég fór á þrjú sjóstangaveiðimót síðasta sumar.

Helstu afrek sumarsins voru rúmlega 1100kg á Patreksfirði og stærsti marhnúturinn sem veiddist á Siglufjarðarmótinu. 

Marhnúturinn var tröllvaxinn. Það lá við að fólk yrði hrætt þegar það sá hann.


Hvað voru menn að hugsa?

Í Frakklandi sá ég þessi hús.

Ég gat ekki annað hugsað.

Það er eitt að teikna svona hús.

En það að einhver hafi í alvörunni byggt þessi a hús skil ég ekki.

Því síður að einhver hafi verið tilbúin til að borga fyrir þessi ósköp.

Svo get ég ekki áttað mig á því hvort húsið er verra.


Hátt uppi

Einn áhugaverðasti staðurinn í Las Vegas til að skoða er Stratosphere. 

350 metra hár turn með gott útsýni yfir borgina. 

Þegar ég fór voru tvö leiktæki á turninum.  Það þriðja er komið í dag.

Annað leiktækið var rússíbani hangandi utaná turninum.  Ég fór í ferð með honum og var rússíbaninn alveg tvímælalaust jafnspennandi og rúllustiginn í Kringlunni.

Hitt tækið var tæplega 50m hár turn með stólum.  Ég settist í stólinn og mér var skotið upp um tæpa 50 metra til að sjá útsýnið en betur.  Það bætti algerlega fyrir vonbrigðin með fyrra tækið.

Þegar ég var lentur nýtti ég tímann til að skoða útsýnið en betur.

stratmo

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband