RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Lion-bar

Fyrir nokkrum árum var ég í Las Vegas.

Ég var á MGM Grand.  Hótel með 5001 herbergi, fullt af veitingastöðum, börum, skemmtistöðum og veglegt spilavíti á neðstu hæðinni.

Það hvarlaði stundum að mér að þeir Kasper, Jesper og Jónatan hefðu eitthvað með hótelið að gera. 

Á hótelinu var bar sem við Íslendingar kölluðum oftast Lion-Bar.  Nafnið fékk barinn vegna þess að hann var við hliðina á ljónabúri hótelsins. 

Yfirleitt virtust ljónin vera sofandi en af og til röltu þau um og horfðu áhugalaus út um gluggann.

Þó fannst mér lifna yfir einu ljóninu eitt augnablik.

Ég held að það hafi séð eitthvað sem það langiði að borða.

ljón

Snjórinn farinn

Ég bíð alltaf spenntur eftir vetri og snjó.

Það birtir yfir öllu og ég get farið á skíði.

Á laugardaginn var snjór. í gær var snjórinn orðin að slabbi og í morgun var hann allur farinn.

Ég bíð spenntur eftir næstu snjókomu.

treisnjo

Sýnishorn af vetri

Það snjóaði örlítið í nótt.

Ég verð líklegast að vera ánægður með það litla sem fellur af himnum.


Þrjár málningarfötur

Fyrir nokkrum árum fór ég í ferð til Pétursborgar í Rússlandi.

Þar eru margskonar hús í ýmsu ástandi.

Fljótlega tók ég eftir því að það virtust bara hafa verið til þrjár málningarfötur í allri borginni.

Ein fatan var græn, önnur bleik og sú þriðja gul. 

Uppúr þessu fötum voru öll húsin í borginni máluð.

Það er mjög misjafnt hversu langt er síðan húsin hér að neðan voru máluð.


Stokkið á skíðum

Ég hef alltaf haft gaman af því að stökkva á skíðum.

Yfirleitt stekk ég ekki hátt og því síður að ég stökkvið langt.

Þó hefur það gerst að ég hafi stokkið hærra og lengra en ég ræð við.

Ég hef þó komist að því að það er ekki stökkið sem er vandamálið.

Það er í lendingunni sem ég hef lent í vandræðum.


Glöggir taka hugsanlega eftir því að ég er ekki á þessari mynd.


Esja

Oft þarf ekki að fara langt til að það sem er fyrir augunum alla daga breyti algerlega um svip.

Esja

Hestöfl

Í haust sá ég fullt af hestum hlaupandi.

Sumir voru einir og sér en aðrir höfðu menn á bakinu.

Svo losuðu hestarnir sig við mennina og fóru í mat.

235

Kanína

Í Elliðaárdalnum er stór hópur af kanínum.

Það er einföld ástæða fyrir því af hverju þær eru svona margar.

Kanínur eru það dýr í heiminum sem er á matseðlinum hjá flestum öðrum dýrum.

Þess vegna eru þær svona fljótar að fjölga sér.

IMG_8589

Bragð af malbiki.

Það eru alltaf nokkur atriði sem mynna mig á að ákveðin árstími sé kominn.

Þegar ég sé lögregluna komna mótorhjólin sín veit ég að vorið er komið og það styttist í sumarið.  Jólaljós yfir Austurstræti láta mig vita að nú séu tæpir tveir mánuðir til jóla og skötulyktin lætur mig vita að jólin séu á morgunn.

Versta árstíðarmerkið kemur þó á haustin. 

Ég fer oftast hjólandi í vinnuna.  Fín leið til að hreyfa sig og góð leið til að komast fljótt og vel milli staða.  En þegar veturinn nálgast sækir að mér kvíði.  Ekki að ég hafi áhyggjur af roki, regni, snjó, frosti eða hálku.  Ég hef ekkert á móti myrkrinu. 

Það eru tvö atriði sem mynna mig á að vetur inn sé að koma.  Tvö atriði sem ég gæti alveg verið án.

Fyrst fer ég að heyra hávaðan.  Hljóð sem líkist því að það sé verið að sarga upp malbikið með naglaburstum. 

Fljótlega fer ég að finna bragð af malbikinu.  Bragðið kemur svífandi til mín sem ryk. 

Ryk sem myndast vegna þess að naglaburstar eru að sverfa malbikið upp. 

Naglaburstarnir eru nagladekkin sem fólk setur undir bílana sína vegna þess að það veit ekki betur.

Ég hef talað við marga sem eru með nagladekk undir bílnum sínum og flestir vita ekki af hverju þeir setja negld dekk undir á veturna.  Þetta hefur bara alltaf verið svona.

Önnur algeng skýring sem menn gefa mér er sú að þeir séu öruggari á nagladekkjum á veturna. 

Svarið við því er einfalt. 

Nei.

Það er aðeins við einar aðstæður sem nagladekk gera gagn umfram önnur dekk.  Þegar það er ísing á veiginum og nagladekkin eru ný.  Það eru einu aðstæðurnar þar sem nagladekk koma að notum.  Strax og gúmmíið í nagladekkjunum fer að slitna hætta naglarnir að virka á ísingu.  Naglarnir leggjast á hliðina undan þunga bílsins og gera í raun meira ógagn en gagn.  Það eina sem naglarnir þá gera er að framleiða hávaða, svifryk og slíta malbikinu. 

Í snjó hafa naglarnir ekkert að segja, í slabbi skipta naglarnir engu máli og á auðum vegi eru nagladekkin óöruggari ef eitthvað er.

Naglarnir veita ekkert annað en falskt öryggi..

Á síðustu öld hætti ég að setja negld dekk undir bílinn hjá mér og mér líður miklu betur.  Ég fæ hljóðlátari akstur, bíllinn slítur götunum aðeins 1% af því sem bíll á nagladekkjunum gerir og loftið er hreinna. 

Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar eru bílar á nagladekkjum að spæna upp hálfu tonni af malbiki á vetri og 10 kílóum af heilsuspillandi svifryki.  Það er talið að kostnaðurinn við að laga götur eftir slit nagladekkja sé bilinu 150 til 200 miljónir á ári. 

Ég efast um að ég sé einn um þá skoðun að það er hægt að nýta þann pening til betri hluta.  Og það er tæpur helmingur borgarbúa sem er að eyða þessum pening fyrir hönd okkar allra.

Í staðin fyrir að nagladekkja eru til margir góðir kostir.  Loftbóludekk, harðskeljadekk, harðkornadekk, ónegld vetrardekk.  Það er úr svo mörgu að velja.  Allt kostir sem eru betri en naglarnir.  Það eina sem þarf að gera er að þrífa dekkin reglulega þá er grip dekkjanna í hámarki.

Þegar þetta er skrifað eru loftgæðin í Reykjavík miðlungs.  Er það virkilega það sem við viljum.  Við erum alltaf að tala um hreina loftið í á Íslandi.  Svo eru loftgæðin okkar miðlungs.  Það er sama hvernig á það er litið.  Loftið í Reykjavík er ekki hreint og tært. 

Þegar ég hjóla í og úr vinnu reyni ég að forðast stóru umferðargöturnar eins og ég get. En ég þarf að hjóla smá spotta meðfram og yfir Miklubrautinni.  Þar finn ég bragðið af malbikinu.

Það er óbragð sem ég vildi vera laus við.

Mér þykir skata ekki góð en ég get valið að borða hana ekki. 

En ég get ekki hætt að anda þó mér líki ekki við bragðið af malbiki.

c_documents_and_settings_ragnarf_my_documents_nagladekk

Sveitin

Undanfarið finnst mér eins og sveitin hafi verið að færast lengra og lengra í burtu.

Þessa mynd tók ég þar sem einu sinni var langt upp í sveit.

130

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband