RFV - Hausmynd

RFV

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Brim

Mér hefur alltaf þótt nauðsynlegt að búa í göngufæri við sjóinn.

Það er eitthvað róandi við að sjá öldurnar koma að landi.

Öldurnar eru eins og snjókorn.  Engin þeirra er eins.


Grílukerti

Ég hef alltaf haft gaman að því að horfa á grílukerti.

Sjá hvernig snjórinn rennur fram af þakinu og breytist í klaka.

grilukerti

Tré

Þetta tré hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. 

Samt fara margir oft framhjá því án þess að hafa nokkurntíman séð það.

DSCF0013a

Krían

Krían flýgur heimshorna á milli.

Krían er að elta langa daga og stuttar nætur.

Fólk er misánægt með að fá kríuna á vorin.

Sumir þola ekki gargið í þeim.

Aðrir eru hræddir við að þær goggi í hausin á þeim.

Sjálfur hef ég gaman af því að sjá þær fljúga.


Fókus

Sumir halda því fram að þessi mynd sé úr fókus.

Þessi mynd er í fókus.

Nákvæmlega eins og ég vildi hafa hana.

fokus

Hangið í vinnunni

Í Pétursborg í Rússlandi sá ég þessa blokk.  22 hæðir.

Þar sem kapítalistar hafa tekið yfir landið þá er farið að hengja auglýsingar út um allt.

Þegar ég átti leið framhjá var verið að hengja þessa auglýsingu á gaflinn.

Ef vel er skoðað sjást tveir menn hangandi utaná húsinu neðst á auglýsingunni.


Á bryggjunni

Einn stæðsti kosturinn við að búa í sjávarplássi er að það er alltaf stutt niður að bryggju.

Ég hef alltaf jafn gaman að því að hjóla um gömlu höfnina, skoða skipin, sjóinn og mannlífið.


Gamli ísmolinn

Þennan ísmola fann ég í Jökulsárlóni í fyrra.

Það tekur 1000 ár frá því að ísinn fellur efst á jökulinn þangað til hann rennur undan jöklinum.


Þessi ís féll sem snjókoma árið 1006

Endurnýtt garðskraut.

Flestum nægir að hafa gras, blóm og tré í garðinum hjá sér. 

Aðrir vilja nýta það sem til fellur.

Það er hægt að endurvinna ótrúlegustu hluti sem garðskraut.

Hver kannast ekki við gömul landbúnaðartæki.  Gamlir traktorar, sláttugreiður og áburðadreifarar sjást í mörgum görðum.

Aðrir nýta sjávarútveginn.  Gömul akkeri, bobbingar og keðjur prýða marga garða.

Í einum garði í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur heimilisfólkið hugsað út fyrir kassan og endurnýtt aðra hluti.


Nauðlending í hrauni

Árið 1943 var flúgandi virki á leið til lendingar á Keflavíkurflugvelli. 

Þegar vélin var komin framhjá Grindavík var bensínið búið ekki um annað að ræða en lenda á hrauninu.

Það var áhöfninni til happs að þeir fundu slétt helluhraun þar sem þeir gátu lent vélinni.

Stuttu síðar mætti herinn í öllu sínu veldi, tók flugvélina í sundur og flutti hana í herstöðina.

Nokkrir smáhlutir urðu eftir og eru þar enn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband